Konan neitar sök og það hefur áður komið fram að eiginmaður hennar glímdi við alvarlega nýrnabilun og hefði átt að vera reglulega í skilunarvél. Þá hefur líka komið fram að fjölskyldan öll sendi ættingjum sínum erfðaskrá þar sem undir eru eignir upp á milljarð króna. Og að hún átti bókaða ferð heim til Írlands sama dag og starfsmaður á Edition-hótelinu kom að þeim. Þau höfðu þá verið hér í viku, farið í skoðunarferðir eins og venjulegir ferðamenn en aldrei farið langt sökum veikinda mannsins.
Samkvæmt upplýsingum Spegilsins hafnaði lögreglan í sumar beiðni konunnar um að fá að vera viðstödd kistulagningu eiginmanns síns og dóttur sem bæði eru jarðsett hér á landi.
Konan leitaði í framhaldinu til Héraðsdóms Reykjavíkur til að fá þessari ákvörðun hnekkt, það væri sér mjög í mun að fá að kveðja látinn eiginmann sinn og dóttur - fjölskyldan hefði öll komið sér saman um það að binda endi á líf sitt hér á landi og að þau hefðu verið náin. Engin ástæða væri fyrir því að meina henni að vera viðstödd kistulagningu sinna nánustu ættingja.
7
u/birkir 8d ago