r/Iceland 12d ago

Stöðvunarskylda

https://www.visir.is/g/20252767095d/sakar-eftir-lits-adila-um-ad-fram-fylgja-ekki-leigubilalogum

Um hvað er þessi stöðvunarskylda. Hvað er það?

7 Upvotes

13 comments sorted by

View all comments

-10

u/DTATDM ekki hlutlaus 12d ago

Náttúrulega fáránlegt að þetta vandamál sé tilkomið vegna þess að fólk reyndi að fara einhverja hálfleið.

Leyfið bara Uber/Lyft. Allir eru með það í símanum og það eru innri ferli þar einmitt til þess að fólk lendi ekki (kannski síður) á föntum sem reyna að ræna það og ofrukka.

Að láta fólk og ferðamenn þurfa að reyna að álykta hverjum er treystandi og að semja um verð er óeðlileg lending.

6

u/ingosibbason Breiðhyltingur 12d ago

Er eitthvað í núverandi lögum sem bannar Uber? Er Hopp ekki að gera það sama og þeir myndu vera að gera?

1

u/daggir69 12d ago

Held það sé þetta rideshare dæmi. Maður þarf náttúrulega starfsréttindi svipuð og rútubílstjóri til að vera leigubílstjóri.

Þannig ég held (gæti skjátlast) að hver sem er með síma getur ekki verið uber bílsjóri.

4

u/daggir69 12d ago

Eru ekki fullt af svona “dýrlings/ hryllingssögum” í kringum uber líka.

Hvernig færðu það út að uber verði einhvað ódýrara hér en önnur leigubílafyrirtæki.

Ég reikna með því að bílstjórar uber þurfi að rukka sömu iðngjöld og venjulegur leigubílstjóri. Plús 24% vsk.

Jú það eru einhverjir sjálfstæðir bílstjórar sem rukka meira en t.d. hreyfill. En bílstjórar eru yfirleitt með verðskrá sem ég mæli með að fólk skoði áður en það keyrir af stað.

2

u/Equivalent_Day_4078 12d ago

Við erum með Hopp sem virkar svipað eins og Uber sem mér finnst mjög sniðugt. Það er líka borgað ferðina fyrirfram svo það ætti að slá af ofrukkunaráhyggjum.

Leigubílstjórar sem tala á móti Hopp gera sig ómarktækan í umræðunni þar sem í því tilviki er það ekki ofrukkun sem er vandamálið heldur að gömlu leigubílstjórarnir vilja viðhalda skortstöðu. Í þokkabót voru þeir varla að vinna heldur tóku bara hluta af peningnum á meðan “harkarar” voru að keyra.

2

u/daggir69 12d ago

Ég hef aldrei prófað hopp og veit ekki starfsemis muninn á þeim og uber

Uber er tæknilega séð ekki leigubílafyrirtæki. Það byggist à því að hver sem á bíl og síma getur boðið uppá far og síðan rukkað fyrir það.

Allavega virkar appið þannig.

Ef maður þarf meirapróf til að rukka fyrir og vera þjónustubílstjóri verður annað hvort að leggja niður meirapróf fyrir leigubílstjóra eða uber appið þarf að vera sér hannað fyrir íslensk lög þannig aðeins þeir sem hafa réttindi geti rukkað í gegnum það. .

1

u/Auron-Hyson 12d ago

átti samtal við einn leigubílstjóra fyrir einhverju síðan og hann var að sjálfsögðu á móti uber þannig að ég spurði hann út í hvað honum fannst um hopp hjólin, hann sagði mér að honum væri sama um þau af því að munurinn á hopp hjólum og leigubílum er sá að þú værir ekki mikið að fara lengri ferðir á þeim og ef það er grenjandi rigning úti og vont veður og þyrftir að komast heim af djamminu þá myndi maður alltaf velja leigubíl í staðinn fyrir að þvælast á hopp hjóli