r/Iceland • u/Thoriro • 4d ago
Gervigreind í fasteignasölu
Er ekki nokkuð villandi að nota gervigreindarmynd í sölu á fasteign? Fyrsta myndin sýnir t.d rennislétt parket, eins og nýtt, en svo á næstu mynd má sjá för og rispur jafnvel skemmdir.
57
u/eiki33 4d ago
Ég sá auglýsingu um daginn þar sem allar myndir voru með ai húsgögnum inná raunverulegar myndir. Svo þegar sú íbúð var skoðuð var allt miklu minna en það leit út fyrir því húsgögnin voru gerð minni til að láta passa í rýmið. Þetta var þakíbúð undir risi og hefði ekki verið séns að koma tvíbreiðu rúmi inni útskotið. Ekki í lagi.
24
u/tekkskenkur44 4d ago
Ég færi framá að fasteignasalan borgaði bensínið mitt fyrir svoleiðis bullshit
28
27
27
u/KristinnK 4d ago
Mín skoðun: ef það væri skýrt gefið til kynna, t.d. með nokkuð stórum borða efst á myndinni, að um sé að ræða tölvugerða mynd til að sýna hvernig rýmið geti litið út þegar búið er að innrétta íbúðina þá finnst mér ekkert að því. En ef ekkert er gefið til kynna um að ekki sé um að ræða ljósmynd af íbúðinni finnst mér það ekki í lagi, alveg sama hversu augljóst mér eða einhverjum öðrum þykir að þetta sé tölvugerð mynd.
18
u/Runarhalldor Ísland, bezt í heimi! 4d ago
Gervigreind breytir alltaf myndinni meira en bara það sem þú biður um.
3
u/Brolafsky Rammpólitískur alveg 3d ago
Það þarf *raunverulega* gervigreind til að skilja mikilvægi þess að ljúga ekki þegar það má ekki. Lang, LANG-flestir sem nota AI eru ekki með það stillt til að banna lygar vegna þess að það "ai" sem við höfum í dag virkar ekki ef það má ekki ljúga og ýkja.
12
u/EgNotaEkkiReddit Hræsnari af bestu sort 4d ago
Veit nú ekki hvort þú þurfir að einblína á parketið - þetta er einfaldlega ekki sama herbergið. Vantar listann á þakið, annað loftljós, ekki sama útsýni út um gluggann. Þætti smá skrýtið að selja íbúðina mína en birta svo mynd úr stofunni á íbúð nágrannans - eða í þessu tilfelli íbúð sem er líklega ekki til
5
3
u/picnic-boy gjaldkeri hjá Wintris 4d ago
Fæturnir á stólnum, rafmagnsinnstungan neðst til vinstri, og tréin eru soldið giveaway.
2
u/CharacterNo8585 3d ago
1
u/Inside-Name4808 3d ago
Ertu viss um að þetta sé ekki þrívíddarmynd af nýbyggðri íbúð sem er ekki fullbúin?
2
3
u/ogginn90 4d ago
Fasteignasalar ráða yfirleitt ljósmyndara til að taka myndir að íbúðum/húsum
Þeir taka myndir frá þeim sjónarhornum sem láta rýmið lýta stærra út en það er og vinna svo myndirnar til að allt líti sem best út.
Að nota AI til að aðstoða við það er bara peningasparnaður fyrir þá heldur en annað...
1
1
1
0
u/refanthered 4d ago
Kannski vera með disclaimer eins og fleiri nefna, en það er líka rík skoðunarskylda á kaupanda, fæstir eru held ég að kaupa íbúð bara út frá myndum 🤷♂️
3
u/Inside-Name4808 3d ago
Nei, en ég tek tíma úr deginum mínum, jafnvel frá vinnu og milli bæjarfélaga, út frá þessum myndum.
-2
u/Calcutec_1 sko, 4d ago
Ekki villandi þannig séð þarsem að á eftir fylgja fjölmargar myndir af eigninni, EN þeir gerðu fail að láta ekki fylgja disclaimer að þetta sé mock up af stofunni.
77
u/Vondi 4d ago
Það er ferkar ströng upplýsingaskylda sett á fasteignasala gagnvart kaupendum svo já ég hefði haldið að vísvitandi fegrðaðar myndir væru ekki í lagi.