r/Iceland • u/paaalli • 12d ago
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða - Vísir
https://www.visir.is/g/20252767719d/loftslagsverkfraedi-verkefni-sem-borgar-sig-ekki-ad-lata-bidaAuðveldlega besta skoðanagrein ársins og ég segi það ekki bara því ég er höfundur 😌.
5
u/ice_patrol 12d ago
Þessi barátta er löngu töpuð (tjékkið t.d. á nýlegu viðtali við David Suzuki) og því miklar líkur að það sé hreinlega skynsamlegra að setja þennan pening í varnarmál því við munum einfaldlega þurfa að slást um þær auðlindar sem við eigum, ef einhverjar verða.
Ef það hljómar of ýkt hafið þá í huga að til geta átt einhvern séns í þessari baráttu þurfum við öll að taka á okkur grimma lífsgæðaskerðingu. Engin papparör, áfastir tappar og einhver gervi plastendurvinnsla sem býr bara til meira örplast, heldur skerðing á hvað við borðum, hvernig við förum milli staða, hvað við getum keypt og alveg haugur af grimmum aðgerðum.
Er til stjórnmálamaður sem getur selt þjóðinni það? Held ekki. En það er til stjórnmálamaður sem getur selt okkur að ef við kaupum dróna, eldflaugar og hríðskotabyssur getum við varið okkur þegar einhver sækir í fiskimiðinn og ferskvatnið okkar.
-1
u/paaalli 12d ago
Baráttan er ekki töpuð. Við getum keypt okkur tíma með því að geoengineera.
1
u/ice_patrol 12d ago
Hvað er í boði þar? Risastórir speglar? Graphene flögur í trilljónatali út í andrúmsloftið? Kolefnabinding?
Er ekki að afskrifa það fyrst þú segir það möguleika.
Held bara því miður að heimurinn muni fara út í átök frekar en eitthvað sem er meira í ætt við vísindaskáldskap. Sérstaklega þegar það eru prýðilegar líkur að það sem er að gerast í umræðunni vestanhafs um Grænland og Panamaskurðinn getur alls eins verið fyrsta 'skotið' í auðlindastríðum framtíðarinnar.
1
u/paaalli 12d ago
Haha já það er klárlega vísindaskáldskaparlegt. En ef þú ætlar að segja mér að fyrsta kjarnorkuvopnið hafi ekki verið vísindaskáldskapur :).
Þetta er mögulegt. Myndi segja að stratospheric aerosol injection sé vænlegasti kosturinn.
En já þó að það sé möguleiki þá þarf það að sjálfsögðu ekki að vera að við tökum hann. Þessvegna er maður nú að reyna að koma þessu á framfæri :).
1
u/ice_patrol 12d ago
Takk fyrir að koma þessu á framfæri. Var orðin þörf á að segja þetta eins hreint út og hægt er.
Þetta með kjarnorkuvopnin er líka góð líking því sumir héldu að þegar hún yrði sprengd í fyrsta skipti myndi andrúmsloftið brenna upp :)
1
u/Johnny_bubblegum 12d ago
Er þetta ekki bara búið spil? Íhaldið vann og fólk sem hefur það nógu gott nennir ekki að spá í þessu og fólk sem hefur það ekki nógu gott í heiminum hefur ekki þann lúxus til að spá í þessu.
Og ekki eins og við höfum verið eitthvað betri. Gert algjörlega eins lítið og við þurfum undir stjórn íhaldsins. Römbuðum á hitaveituna fyrir hundrað árum og teljum þvi að við höfum gert nóg.
3
u/paaalli 12d ago
Neibb ekki búið spil. Það er í fyrsta lagi ennþá von um að vinna og í öðru lagi skiptir það máli að takmarka skaða af því að tapa.
1
u/lovesnoty 11d ago
Af hverju er ekki meira gert til þess að pressa á Kína að draga úr útlosun?
2
u/Comar31 11d ago
Því mengun þeirra er afurð framleiðslu á ódýrum vörum fyrir okkur.
1
u/lovesnoty 9d ago
Nei, það er ekki nógu góð útskýring. Aðeins 10-15% af útlosun Kína er tengd, beint eða óbeint, framleiðslu á vörum til útflutnings til Vesturlanda. Til samanburðar er talið að 22% af allri útlosun í heiminum megi rekja til framleiðslu á vörum sem eru síðan fluttar úr landi. Kína er því langt undir meðallagi.
Gæti það kannski haft eitthvað að gera með að kol séu 55-60% af allri orkunotkun Kína? Gæti það haft eitthvað með það að gera að Kína virðist ekkert vera að flýta sér yfir í endurnýjanlega orkugjafa eins og sólarorku? Eða allavega skárri orkugjafa en kol eins og náttúrulegt gas?
Við á Vesturlöndum getum kennt okkur sjálfum um ákveðna hluti. En við getum ekki kennt okkur sjálfum um allt saman. Þessi endalausa sjálfshýðing og hugarleikfimis backflips sem sumt fólk fer alltaf sjálfkrafa í er svo aumkunverð.
Ég spyr því aftur, af hverju pressa umhverfissinnar ekki að pressa þeira á Kína?
8
u/surefnisthjofur 12d ago
Okay en hvað þurfum við að gera?
Get ekki lagt bílnum og ég veit að ég þvæ bara hendur mínar af menguninni með því að kaupa mér rafmagnsbíl
Er þá lausn stjórnvalda að skattpína mig til að leggja bílnum? Mér líður alltaf eins og að umræðan fari alltaf í þann farveg að tala um skattpeninga í umhverfismál. Okay hvað þurfum við að setja mikin pening í þetta til að stöðva allt saman og hvernig?
Eru við mögulega að ofmeta okkar áhrif á umhverfið, þá varðandi co2? Það er alltaf talað um hitamet núna (síðan mælingar hófust) en á sögulegum tíma eru við ekki að slá nein hitamet.
Ég er mjög hlyntur að draga úr sóun, auka flokkun spors, draga úr plast notkun og vera almennt mjög meðvitaður um að vera ekki að menga. Hinsvegar er ég mjög skeptískur þegar hugmyndir eru um að reyna að koma því að í umræðuna að kolefnisskattar á kolefnisspor einstaklinga sé besta lausnin og mögulega setja kvóta á.
Við Íslendingar erum búnir að ljúka orkuskiptum heimilanna en þá er það bara tekið út fyrir sviga og sagt að við séum að drulla uppá bak. Ég stórlega hafna því að við séu að menga svona mikið.
Fyrir mér er örplast mengun miklu meira áhyggjuefni en co2 og mun líklega tortíma okkur áður en ný ísöld hefst hér á klakanum