r/Iceland 3d ago

Frjálst spjall á föstudegi - Friday free talk

Það er kominn föstudagur, yay!

Hugmyndin af þræðinum er að við höfum umræðuþráð sem er ekki fastur við einhverja frétt eða slíkt. þannig að hefur þú frá einhverju sniðugu sem gerðist í vikunni að segja, hvort að þið vitið af einhverju spennandi til að gera um helgina,einhverju sem liggur ykkur á hjarta eða bara hvað sem er.

Ekki vera indriðar, verum vinir.

---

English: Hey everyone,

The idea is to have a weekly thread where we can have a discussion free of any news related items or goings on, so what has happened to you this week? what are you looking forwards to? do you have something to say but no thread to post it to?

Don't be a dick, be kind.

3 Upvotes

10 comments sorted by

12

u/Foldfish 3d ago

Ég hef verið að rúnta um evrópu undanfarna daga og ég hef komist að þeirri niðurstöðu að Ísland er rúmlega 60 árum á eftir meginlandi Evrópu þegar kemur að vegakerfum. Mig hefur grunað það lengi en nú þegar ég upplifa þessar spegilsléttu hraðbrautir og malbikuðu fjallveg þá er það lítið annað en sannleikurinn

5

u/Spekingur Íslendingur 3d ago

Ég er að fara að spila tölvuleiki um helgina. Yesss!

1

u/iceviking 2d ago

Hvað er verið að spila

1

u/Spekingur Íslendingur 2d ago

Ákvað að taka Path of Exile 2, þegar ég sá að það er ‘free weekend’ í gangi hjá þeim núna.

1

u/coani 2d ago

Eru þeir ekki enn komnir í free-to-play? Ég prófaði hann aðeins þegar hann kom fyrst út í public í 0.1 útgáfu, en.. ég satt að segja entist ekki alla leið í maps, varð fljótt þreyttur á honum.
Kannski er ég að verða gamall.. hef heldur ekki spilað Poe1 í rúmt eitt og hálft ár, eftir að hafa ofspilað hann í 11 ár (næstum 10 þús tímar played á steam).

2

u/Spekingur Íslendingur 1d ago

Þarft enn að greiða fyrir early access á poe 2, og ég yrði ekkert hissa ef leikurinn myndi enda á að kosta eitthvað þegar hann kemur loksins út í útgáfu 1.0 - svo margt öfugsnúið og skrýtið í gangi í heiminum núorðið.

Ég er búinn að vera að prófa leikinn núna á bæði PC og PS5, og verð að segja að mér finnst stýringin með stýripinna mun betri en með lyklaborði og mús. Hljómar eins og algjert guðlast, ég veit.

3

u/luciferissad 3d ago

Bara nokkrar hugleiðingar.

Mig langar í lestarkerfi á Íslandi.

Hey munið þið eftir Sirkus? SirkusTV, Sirkusblaðið, MySpace klóninn Sirkus… Ég væri alveg til í íslenskan fb klón (miðað við fb 07-10), eða allavega einhvern íslenskan samfélagsmiðil.

Svo er ég að fara að byrja í nýrri vinnu bráðlega, eftir að hafa verið atvinnulaus síðan um áramót. Veit ekki hvort ég sé alveg tilbúin að byrja að vinna í fullu starfi, finnst eins og ég sé enn að jafna mig og ná upp orkunni eftir síðustu vinnu.

1

u/BankIOfnum 2d ago

Til hamingju með starfið! Það er alltaf langerfiðast að byrja (sérstaklega eftir svona hlé eða ef eitthvað kom fyrir) en svo nærðu yfirleitt upp dampi! Ekki verra þegar maður er í svona 'honeymoon' tímabili og allt varðandi vinnuna er nýtt og frábært. :)

Lentir þú illa í því í seinasta starfi?

2

u/svarkur 2d ago

Ég er forvitin hvaða miðill verður fyrstur með fréttir af þessum bruna.. hvað er að gerast?

3

u/Foxy-uwu Rebbastelpan 3d ago edited 3d ago

Það er kominn föstudagur, yay! Föstudagar eru pizzudagar! Er búin að vera að horfa á Wistoria: Wand and sword sá á tiktok og þótti það vera mjög fallegt, litirnir mjög bjartir og það er ánægjulegt að horfa á það.

Ég horfi á mjög mikið af anime, hef gert það frá æsku, þannig að ég hef séð mikið af anime. Stundum sleppi ég þó því ef það vekur ekki áhuga og Wistoria var eitt af þeim á þeim tíma, en byrjaði síðan að horfa á það og það er frábært, mæli með að horfa á það.

Krúttlegt rebbamyndband og krúttlegt rebbamyndband. Krúttlegt rebbamyndband og krúttlegt rebbamyndband hehe. 🦊