r/Iceland 2d ago

Banda­ríska utan­ríkis­ráðu­neytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð - Vísir

https://www.visir.is/g/20252768189d/bandariska-utanrikisraduneytid-tjair-sig-ekki-um-undirrodursherferd

Haldið þið að einstaklingar starfi á svipaðan hátt á Íslandi?

25 Upvotes

13 comments sorted by

45

u/Calcutec_1 sko, 2d ago

já klárlega.

td:

Möggu Frikka og Ernu Ýr var boðið út af Rússum til að fylgjast með "kosningum" í Donbas.(báðar þáðu boðið, bara önnur komst út :)

Hjörtur J Guðmundsson skrifar eina grein á dag á Visi sem allar eru á móti Evrópusambandinu, einhver borgar honum fyrir það, samt líklegra að það séu útgerðarmafían frekar en erlendir aðilar sem að eru þar á baki

Á FB er eitthvað grillað dæmi sem heitir KlagemauerTV og er 100% rússneskur áróður á íslensku.

8

u/finnur7527 2d ago

Mjög áhugavert með KlagemauerTV.

Og já, þessi Hjörtur er mjög virkur: https://www.visir.is/t/3292

8

u/Coveout Mín skoðun er rétt, ekki þín 2d ago

30 greinar per bls, 6,5 bls, ca 190 greinar á 3 árum = 1.2 grein á viku

Frekar augljóst að þessi sokkur er með samning við and-ESB völd um að pumpa undirróðri

3

u/Calcutec_1 sko, 2d ago

verst að það dettur engum miðli í hug að spyrja hann.

10

u/karma1112 2d ago

ekki gleyma bőnkunum, ef viđ förum í ESB missa þeir tökin á markađnum og landinn fær skynsamlega vexti loksins. Þađ verđur líklega leiđrétting á húsnæðisverđi gerist þađ.

5

u/FirefighterOwn973 2d ago

Húsnæðisverð hækkar ef vextir lækka…. það er nánast 100% fylgni þar á.

0

u/karma1112 2d ago

viđ höfum aldrei fariđ í gegnum þetta sem viđ förum ì gegnum ef viđ förum ì ESB. Svo söguleg fordæmi eru engin.

2

u/KristinnK 2d ago

Hvað áttu við með fordæmi? Hann er einfaldlega að benda á það einfalda markaðslögmál að ef vextir lækka (en kaupmáttur fólks breytist ekki) þá getur fólk einfaldlega boðið hærra í fasteignir. Fjöldi fasteigna er enn hinn sami, og samkeppnin um þær hin sama, þannig þegar allir geta boðið hærra hækkar bara verðið í takt, og greiðslubyrði fólks verður hin sama.

Þeir sem myndu græða á því væru þeir sem eru nú þegar á fasteignamarkaði en skulda enn mikið í sínu húsnæði. Það mun hafa keypt á gömlu ,,lágu" verðunum, en getur svo borgað af lánunum á nýju lægri vöxtunum.

6

u/DTATDM ekki hlutlaus 2d ago

Hvaða cope er þetta? Heldurðu að húsnæðisverð lækki ef vextir lækka?

59

u/Johnny_bubblegum 2d ago

Mætti athuga með þennan Snorra í miðflokknum. Hann bergmálar helstu áróðurspunkta sem rússneskir bottar hafa beitt síðustu árin i vesturheimi til að ala á sundrung og hatri.

7

u/finnur7527 2d ago

Manstu eftir einhverjum sérstökum talking points frá honum sem bergmála Rússabotta?

25

u/Johnny_bubblegum 2d ago

Já hann var í hlaðvarpinu ein pæling bara um daginn að blaðra þetta standard anti trans rugl.

3

u/OlafssonFraHolum 2d ago

Sjálfstæðisflokkurinn hefur lengi látið eins og málpípa fyrir BNA á Íslandi, drógu okkur meiri segja inn í stríð sín þegar Bush var við völd. Davíð Oddsson hefur verið helsti talsmaður BNA á Íslandi, auk allra þeirra sem hafa komið eftir hann. Kæmi mér ekki á óvart ef einhverir þar hafi bókstaflega verið á launaskrá hjá BNA.