r/Iceland 3d ago

Breyting á örorkukerfinu

Hvernig leggst þetta í landann? Það eru miklar umræður á kaffistofunni hjá mér.

Það er fjöldi ungmenna sem segist ekki geta unnið vegna andlegra veikinda og eru komin á örorku fyrir 25. Samstarfsfólkið mitt þekkir amk þó nokkur slík dæmi.

Einnig finnst þeim mjög ósanngjarnt að þau vinnu 40 stunda vinnuviku til að fá 450-470 þúsund á mánuði en örorkubætur verða 450 þúsund eftir skatt.

Ég tek fram að þetta endurspeglar ekki mínar skoðanir heldur er ég bara að hlera hvað fólki hér finnst.

19 Upvotes

79 comments sorted by

109

u/Fakedhl 3d ago

Ég held að maður verði að passa sig að vera ekki að meta örorkuupphæðina út frá dæmum þar sem fólki finnst aðilar ekki nægilega hamlaðir til að fá bætur yfir höfuð.

Samtalið um upphæð örorkubóta ætti að miða við aðila sem eru óumdeilanlega með hömlun sem kemur í veg fyrir þátttöku á atvinnumarkaði, hvort sem það er að hluta til eða að fullu. Einstaklingar sem eru þroskahamlaðir, blindir, alvarlega geðfatlaðir osfrv.

Ættu þessir einstaklingar ekki að geta fengið almennilegar bætur í þessum aðstæðum sem það er engin von á því að þessi hömlun lagist? Ættu þessir einstaklingar að vera dæmdir til fátæktar alla sína ævi eða ættum við að borga þeim mannsæmandi bætur á mánuði?

Það er síðan allt annað samtal um hvort það ætti að vera eitthvað strangara fyrirkomulag varðandi læknamat á örorku eða öðruvísi reglur um hvað telst nægilega mikil hömlun. Það á ekki að bitna á þeim sem þurfa óumdeilanlega á þessum bótum að halda að einhver þekkir einhvern sem er að "svindla" á kerfinu og þess vegna ættum við að lækka bæturnar fyrir alla.

Fyrir utan það að andlegir sjúkdómar eru oftar en ekki eitthvað sem fólk skammast sín að tala um og þótt einhver þekki ungan einstakling á örorku en viðkomandi lítur vel út fyrir þeim þá þýðir það ekki endilega að það séu einhver svik í gangi. Það er einmitt nákvæmlega ástæðan fyrir því að sjálfsvíg eru í einhverjum tilfellum svona sjokkerandi og virðast hafa átt sér stað upp úr þurru.

19

u/legbreaker 2d ago

Sem einstaklingur með andleg veikindi þá er þátttaka í samfélaginu og vinna eitt af því besta fyrir andlega heilsu.

Að einangrast og hafa lítinn tilgang í deginum gerir flest einkenni verri. 

Gerir mann líka bitran og gerir veikindin að helsta persónueinkenni þar sem þú þarft að útskýra alltaf að þú sért ekki að vinna út af veikindum. 

Kerfið setur þetta fólk í veikinda/örorku gildru sem það kemst seint út úr. 

Fatlaðir, öryrkjar og andlega veikir geta allir tekið þátt í samfélaginu og unnið vinnu við þeirra hæfi. Ef Blindir og öryrkjar geta unnið á blindravinnustofum eða öðrum progrömmum þá geta aðrir það líka. 

Það getur verið að ríkið þurfi að vera með fleiri vinnuprogrömm. En að borga ungu fólki fyrir að gera ekkert í meira en skamman tíma er bara að gefast upp.

3

u/Problemon 21h ago

Það er rétt að þáttaka í samfélaginu getur haft jákvæð áhrif á heilsuna. En það er líka mikilvægt að skilja að andleg veikindi eru ekki eitt og það sama fyrir alla. Þetta er mjög breiður flokkur og fólk glímir við mismunandi einkenni og sjúkdóma.

61

u/Arnkaell 3d ago

Veit svo sem ekkert um örorkukerfið hérna í landinu, en fyrir sömu peningana myndi ég ekki skipta á 40kl./viku og andlegri veikindi, nei takk. Restin fer eftir samkennd þykir mér.

47

u/MajorWarm4362 Íslendingur 3d ago

en fyrir sömu peningana myndi ég ekki skipta á 40kl./viku og andlegri veikindi

er held ég fyrsta skipti sem ég hef séð einhvern sagt þetta í þessum orðum, þannig takk fyrir að segja þetta

ég er sjálfur óvinnufær vegna ofsakvíða og unipolar(major depressive disorder) og ég sakna þess að geta unnið fulla vinnu eins og ég gerði.

fólk eins og á kaffistofunni hans OP áttar sig ekki á helvítinu sem þessu lífi fylgir

2

u/gunnsi0 3d ago

Vonandi í lagi að ég spyrji og þú þarft auðvitað ekki að svara.

Ég geri ráð fyrir að þú hafir nýtt þér sálfræðiþjónustu að töluverðu leyti. Hefurðu verið að fara á stofu eða verið í geðheilsuteymi/geðdeild? Jafnvel að vinna aktívt í bata núna? Og hefurðu náð tímabilum inn á milli þar sem þú hefur getað unnið?

3

u/MajorWarm4362 Íslendingur 2d ago

jájá allt í góðu, ég er búinn að vera í virkri starfsendurhæfingu í rúm 5 ár

eins og er er ég í ÞOK á landspítalanum með sálfræðings og geðlæknisþjónustu. ég var í starfsendurhæfingu hafnarfjarðar til að byrja með í ca 1 ár, vann í circa hálft ár áður en ég fór í geðheilsuteymið. þjónustan í geðheilsuteyminu var ógeðslega slæm og ráðgjafinn minn þar hafði engann áhuga og (mér fannst) þoldi mig ekki af einhverri ástæðu. hún útskrifaði mig eins og ég væri bara góður og hæfur til þess að vinna aftur, þótt að ég hafi pressað á það að ég væri alls ekki tilbúinn (ok rant búið)

mig langar líka að benda á að það var rúmt 8 mánaða tímabíl í fyrra, þar sem ég var alveg bótalaus og var ekkert sem ég gat gert þar sem ég var í biðstöðu í kerfinu. ég átti ekki rétt á neinum lífeyri nema húsaleigubætum og sem betur fer er ég með maka á launum. en á þeim tíma söfnuðum við fokk mikið af skuld.

í haust er ég að byrja í virk til þess að reyna komast aftur inná vinnumarkað jafnvel skóla.

2

u/gunnsi0 2d ago

Ókei, takk fyrir að deila.

Ein önnur spurning; ráðgjafinn þinn í geðheilsuteyminu í Hfj, veistu hvaða menntun viðkomandi hafði?

Annars vona ég að það gangi vel í Virk og þú komist í nám/vinnu sem þig langar í þegar þú ert tilbúinn.

2

u/MajorWarm4362 Íslendingur 2d ago

ég var í geðheilsuteyminu í kópavogi og hún var menntaður sálfræðingur.

og takk kærlega!

48

u/kvoldmatur 3d ago edited 3d ago

Veit ekki hvaðan þú færð þessar upphæðir, en https://island.is/nyr-ororkulifeyrir sýnir aðrar upphæðir:

Fullur örorkulífeyrir frá 1. september 2025 er:

396.340 krónur á mánuði fyrir skatt án heimilisuppbótar.

462.049 krónur á mánuði fyrir skatt með heimilisuppbót.

edit: Það vantar í þessar upphæðir aldursviðbót sem getur dregið launin upp í 493.339 kr. fyrir skatt ef þú færð heimilisuppbót. Það er ekkert lúxuslíf að vera á örorku, lang flestir ef ekki allir öryrkjar myndu frekar vilja vinna og þessi hækkun er ekki að fara breyta því að mínu mati.

41

u/Johnny_bubblegum 3d ago

Það væri ekki alvöru íslensk umræða á kaffistofu um öryrkja ef það væru ekki flestar tölur vitlausar.

Svo eru bónus stig fyrir hvern sem heldur að öryrkjar séu einfaldlega letingjar að lifa á kerfinu.

1

u/Einridi 3d ago

Eru þessar tölur fyrir fulla örorku miðaðar við 100% eða 75%?

6

u/HeavySpec1al 3d ago

75% eða meira

3

u/Einridi 2d ago

Fá þá allir frá 75% og upp sömu upphæð? 

0

u/Iris_Blue Íslendingur 2d ago

Það er ekki til neitt hærra en 75% örorka.

Þannig að 75% mat er fullt mat og er í raun 100% örorka.

1

u/Einridi 2d ago

Var samt alltaf þannig að bæturnar voru alltaf gefnar upp miðað við 100%. Svo var fólk alltaf að kvarta að þær væru of háar enn gerðu sér ekki grein fyrir að fólk fengi bara mesta lagi 75% af því. 

1

u/Iris_Blue Íslendingur 2d ago

Það er þá mjög langt síðan, því þetta er búið að vera svona í meira en 20 ár.

3

u/birkir 3d ago

já.

28

u/remulean 3d ago

Nú vill svo til að ég þekki raunverulega mann sem var á örörku í langan tíma (einhver ár) vegna andlegra veikinda, lesist þunglyndi.

Hann var ekki að gera sér þetta upp og hann var í langri meðferð og að vinna í sínum málum, búandi í kjallara á meðan og lifði ekki glæsilegu lífi sem eflaust hjálpaði ekkert þunglyndinu.

Hann er búinn að borga þetta margfalt til baka síðan þá og örruglega engum sem myndi detta í hug í dag að hann hefði um tíma ekki séð neitt ljós annað en það sem kom frá tölvuskjánum dögunum saman.

Punkturinn: já það er eflaust eitthvað fólk sem er að svindla á kerfinu en þetta kerfi er til staðar til að hjálpa fólki í gegnum erfiða tíma.

23

u/HeavySpec1al 3d ago

Hugmyndin um að fólk sé að svindla sér inn pening með fölsku örorkumati er fráleit

Til þess að gera það þarftu fyrst að gera þér upp veikindi og sannfæra lækni þannig að hann reddi þér tilvísun í starfsendurhæfingu og þarft að halda þig við það í nokkrar umferðir í gegnum ýmis endurhæfingar úrræði sem tekur líkega nokkur ár þangað til að ríkið er sátt við að það sé búið að fullreyna endurhæfingu

Þá geturu svo loksins farið í örorkumats ferlið sjálft þar sem þú þarft að ljúga að talsvert fleiri læknum, framvísa pappírum frá hinum og þessum stofnunum sem staðfesta lygarnar þínar, tæma réttindin sem þú átt hjá lífeyrirsjóðum og standa í þessu í svona give or take hálft ár

Ávinningurinn fyrir allt þetta er 396þ fyrir skatt, 462þ fyrir skatt með heimilisuppbót

Þetta er endlaust langt ferli og ríkið leggur sig þrotlaust fram við að gera það erfitt og trafalt að sækja réttar síns þegar það kemur að þessu, það er enginn að bullshitta sig í gegnum þetta

9

u/Ezithau 2d ago

Ég er einmitt í endurhæfingarpakkanum núna. Fjöldskyldumeðlimur stakk upp á að ég myndi spyrja læknin út í örorkumat eftir ár af alvarlegum andlegum veikindum og hann svaraði með að það er ekki hægt að hefja umsóknarferlið fyrr en eftir sirka 5 ár af endurhæfingar úrræðum þannig það er ekkert djók að fakea sig inn á örorkubætur. Vona bara að ég komist í að vinna þegar ég klára í Virk.

1

u/gurglingquince 2d ago

Pabbi gerði það og tók svona 1 ár fyrir ca 5 árum.

5

u/ThereisDawn 2d ago

3 mánaða fresti þarftu að sækja um endurhæfinguna, sem innifelur læknisvottorð og greinagerð frá lækni næstum nógu ítarlega til að lýsa nærbuxunum þínum, vottorð frá öllum þeim aðilum sem koma að endurhæfingunni og mætingarlista í 60 mánuði. Ásamt að fara i gegnum virk og fá lokavottorð frá virk um að þeir telji starfsenduhæfingu ekki mögulega til þess að geta SÓTT um varanlega örorku. (Og samt synja þeir oft nokkru sinnum ) og þá byrjar mat hjá TR

Þannig þú þarft ekki bara að sannfæra lækninn þinn um veikindinn, heldur lika virk lækninn og alla sem koma að endurhæfingunni. Í 60 mánuði!

Kv. Eins sem er búin að gera þetta og er að vinna með mannerskju sem er að reyna að klóra sig í gegnum þetta.

Og ég get sagt það af fullri hreinskilni, ef eg fengi val á að vera öryrki áfram eða komast á vinnumarkað.. Ég væri að velja vinnumarkaðinn alla daga allan daginn! Ég ma ekki einusinni eiga sparnað og þá er það dregið af mánaðarlegu upphæðinni. Getur gleymt að reyna að safna þér fyrir úrborgun í íbúð.

Og auðvitað það sem ég fæ frá lífeyrissjóðnum er allt dregið af upphæðinni.

51

u/birkir 3d ago

en örorkubætur verða 450 þúsund eftir skatt.

þú heldur það já

42

u/HeavySpec1al 3d ago

Það er fjöldi ungmenna sem segist ekki geta unnið vegna andlegra veikinda og eru komin á örorku fyrir 25. Samstarfsfólkið mitt þekkir amk þó nokkur slík dæmi.

Já það virkar einhvernveginn þannig að allir þeir sem eru með hot take um fatlaða og örorku þekkja einhvern hypothetical bótasvindlara sem komst á ríkisspenan bara með því að vorkenna sér.

Það er ekki hvernig örorka virkar.

Öryrkjar eru ekki að fá 450þ eftir skatt.

7

u/ThereisDawn 2d ago

Ég þekki eina! Sem nennti ekki að vinna og ætlaði bara að skutla sér á bætur. Eftir mat geðlæknis, salfræðings og heimilislæknis, þá var henni neitað að reyna örorku/endurhæfingu þvi það var ekkert að.

Hún var mjög ósátt og fannst það ósanngjarnt.

5

u/HeavySpec1al 2d ago

Gott á hana, vonandi hefur hún rekið hnéið í nýlega

3

u/ThereisDawn 2d ago

... besta svar sem ég hef fengið i langan tima!

27

u/Noldai 3d ago

Oftar en ekki heyri ég fólk sem er ekki á bótum að tjá sig um bætur og hvað þær eru neikvæðar á einhvern hátt.

Þau sem ég þekki sem eru á bótum tuða rosalega lítið um það en þau eru undir svo miklum fordómum og niðurlægingu að þau væru helst til í að sleppa bótum ef þau gætu það.

Það sem er sjaldan hugsað út í er það fylgir oft rosalega mikill læknis kostnaður sem fylgir öryrkjum.

2

u/ThereisDawn 2d ago

Og lyfjakostnað ^

18

u/siggiarabi Sjomli 3d ago

Hvar ertu að fá þessar tölur? Öryrkjar eru engan veginn að fá 450þ eftir skatt

23

u/llamakitten 3d ago

Ég veit ósköp lítið um örorkubætur, er heppinn að hafa ekki þurft að þiggja þær hingað til og vonandi helst það þannig. Öryrkjar eru ekki jafn einsleitur hópur og oft er látið í veðri vaka. Þetta er alls konar fólk með alls konar áskoranir. Sumir eru tímabundnir öryrkjar, aðrir fæddir öryrkjar o.s.frv.

Mér finnst ákveðinn hópur fólks, yfirleitt fólk talsvert til hægri, hafa alveg svakalega mikinn áhuga á öryrkjum. Þetta lið hefur engan áhuga á fólki sem svíkur undan skatti eða misnotar önnur kerfi. Það þykir jafnvel bara klókt. En ef þú ætlar að voga þér að næla þér í einhverja þúsundkalla aukalega í örorkubótakerfinu þá ertu bara einhver plága. Það er samt bara þannig að við sem vinnum ekki við þetta höfum enga hugmynd um það hversu stór hluti fólks er að "svindla" á kerfinu. Mér finnst óheiðarlegt að reyna að blása það upp þegar viðkomandi hefur enga hugmynd um umfangið.

Mér finnst fólk sem vælir yfir þessu aldrei spyrja sjálft sig þeirrar spurningar í hvernig samfélagi það vill búa í. Ef við ætlum virkilega að láta óheppnara fólk en okkur líða fyrir óheppni sína þá endar það bara illa. Þetta fólk fer ekki neitt þó það hætti að þiggja bætur. Ef fólk getur ekki séð fyrir sér löglega þá gerir það það eftir öðrum óæskilegri leiðum sem hafa slæm áhrif á alla.

8

u/Brolafsky Rammpólitískur alveg 3d ago

Það er líka vegna þess að þegar þú ert kominn til hægri við miðju ertu kominn í sjálfsábyrgðarpælingar sem koma helst fram í 'klassískum liberalisma' og efnahagslegu íhaldi. 'Grunur um leti' kemur helst frá Viktoríutímabili Englands frá sirka 1837-1901, þar sem horft var á öryrkja sem tvo flokka; þá sem áttu örorku skilið [deserving poor] (ekkjur, munuðarleysingjar, og sjáanlega fatlaðir), og þá sem áttu örorku ekki skilið [undeserving poor], eða þá sem höfðu líkamlega tilburði en voru atvinnulausir. Íhaldsmenn hafa haldið í þessa hugmyndafræðilegu arfleifð með því að halda stöðugt á lofti blikum um hvort fólk sé raunverulega fatlað eða hvort það sé bara "að þykjast".

10

u/Fyllikall 3d ago

Svoldið erfitt að tækla þessa umræðu, þá sérstaklega umræðu á kaffistofunni þar sem hver og einn er líklegur til að fordæma útfrá því að viðkomandi er staddur á vinnustaðnum sínum og vill láta það heyrast að hann/hún sé sko vinnandi manneskja!

Það versta er þegar kerfið fer í gegnum mismunandi einstaklinga með sama stimpil. Þú getur haft örorku og verið lífshress og vinnufær, það vantar kannski á þig annan fótinn en þú vinnur skrifstofuvinnu sem dæmi. Á hinn bóginn ertu með einstaklinga sem eru fullfrískir líkamlega en eru andlega bugaðir. Samfélagið er gjarnara á að fordæma seinni hópinn þó svo við myndum miklu meira vilja vera með heilann í góðu lagi framfyrir að hafa kroppinn í góðu lagi þegar við endum á hjúkrunarheimili.

Örorka tók á sig stórt stökk eftir hrun, margar útskýringar fyrir því. Maður hefur það á tilfinningunni að það séu fleiri einstaklingar sem þjást andlega í dag en fyrir 20 árum. Lýðheilsa, þeas offita, stoðkerfisvandamál og slíkt fer versnandi sem ég myndi áætla að auki örorku heilt yfir í samfélaginu.

Einhver refsistefna á einstaklingum tæklar ekki vandann sem veldur í mörgum tilfellum örorku. Ef stjórnvöld vilja tækla vandann þá þurfa þau að byrja með að tækla sig sjálf og samfélagið þar með til að lækka hlutfallið. Það vilja allir vinna, það eru ekki bara laun heldur einnig samfélagsleg þörf hvers og eins og það vilja allir fá viðurkenningu fyrir störf sín. Viðurkenning eins og að eiga fyrir eigin húsnæði eða ekki vera stressaður yfir hverjum einasta reikningi spilar þar stóra rúllu. Svo þarf að fara að tækla lýðheilsuvandamálin sem leiða til örorku og það verður aldrei gert með því að horfa á það sem persónulegt vandamál hvers og eins.

Veit annars ekkert um þetta, vildi bara tuða.

16

u/Sea_Click_872 2d ago

Ég er öryrki og myndi glaður vinna 40 tíma á viku fyrir 450k. Hér er bútur af síðasta greiðsluseðli frá TR til að gefa ykkur dæmi.

14

u/pabbiBalla 2d ago

Ekki vera skemma kaffistofu umræðurnar með staðreyndum.

Hvernig á fólkið að tala með rassgatinu núna?

2

u/stigurstarym 2d ago

Áttu breytingarnar ekki að gerast 1. sept n.k.?

1

u/gurglingquince 2d ago

Ekkert frá lífeyrissjóð?

2

u/Sea_Click_872 1d ago

Smotterí því ég var ekki búinn að ávinna mér mikil réttindi.

5

u/assbite96 2d ago

Ég þekki einn sem glottaði og montaði sig af því að hann var að fara á bætur og sagðist ekki trúa því að hann komst upp með að fá nokkrar vikur í veikindafrí svo hann gæti sleppt (hluta af) uppsagnarfrestinum. 

Hins vegar á hann (og aðrir eins og hann) ekki að breyta því að fólk sem virkilega þarf á þessum bótum að halda á að fá þær.

9

u/JinxDenton 3d ago

Fólkið sem hefur rangt fyrir sér fullri raust á kaffistofum er líka fólkið sem fer alltaf að kjósa. 

8

u/Skastrik Velja sjálf(ur) / Custom 3d ago

Hver er raunverulegi fjöldinn.

Vegna þess að mér finnst fólk gjarnt til að magna málið upp bara af því að það kannast við 1-2 aðila í þessum sporum.

5

u/Morvenn-Vahl 3d ago

Í Bandaríkjunum þá er þetta um það bil 4%, möo afgerandi minnihluti sem er að svindla á kerfinu.

Á Íslandi finnst sumum eins og þeir þekki marga en það kæmi mér ekki á óvart ef fólk er oft að vísa í sama einstaklinginn aftur og aftur enda lítið land og allir frekar skyldir.

1

u/No-Aside3650 2d ago

4% af þeim 15% (skálduð tala) sem eru á örorku? Eða 4% af total mannfjölda? Auðvitað skiptir það náttúrulega rosalega miklu í samhenginu að hlutfall öryrkja af heildarmannfjölda er svo sááááralítið og svo er það sáralítið hlutfall af þeim sem svindla á kerfinu. Samt þekkja allir einhvern?

8

u/Morvenn-Vahl 2d ago

4% af þeim sem eru á örorku.

Varðandi að þekkja einhvern þá þekkja margir einn einstakling sem er mögulega alltaf sá sami. Man þegar frænka mín kom út úr skápnum og kynntist trans manneskju. Svo þegar hún nefndi það við aðra þá voru allir að tala um vinkonu/frænku sem er trans nema það að þegar hún spurðist eftir nafni þá var þetta næstum alltaf sama manneskjan. Manneskjan sem hún kynntist. Það var ekki einu sinni eins og allt í einu væru tugir þúsunda trans einstaklinga á íslandi heldur þekktu bara svo margir eða voru skyldir sömu manneskjunni.

Það er nefnilega málið með lítil þjóðfélag: það þekkja allir einhvern en það er oft alltaf sama manneskjan.

0

u/gurglingquince 2d ago

Sàralítip? Þessi tala er í dag í kringum 10%. Hvort það sé þín skilgreining á sáralítið veit ég ekki en mér finnst það ekki vera.

2

u/No-Aside3650 2d ago

4% af þeim 10% sem eru á örorku? Já það er ekki neitt!

0

u/gurglingquince 1d ago

Þú segir að hlutfall öryrkja af heildarmannfjölda sé sáááralítið.

2

u/No-Aside3650 1d ago

Nei ég segi að það hlutfall þeirra sem eru að svindla á örorkukerfinu miðað við að það sé 4% af þeim sem eru á örorku sé sáralítið.

Ef 10% eru á örorku þá eru það 40.000 manns og af þeim eru 1600 að svindla. Það er sáralítið.

0

u/gurglingquince 1d ago

Þú byrjar á þvi að segja að hlutfall örurkja af heildarmannfjölda sé saralitið og svo segir þu að það se saralitið hlutfall af þeim sem se að svindla.

0

u/No-Aside3650 1d ago

Nei, lestu þá kommentið mitt aftur. Var alltaf að tala um hlutfall þeirra sem væru að svindla.

8

u/Nashashuk193 3d ago

Sleppa öllum bótakerfinum og skatt afsláttinum og í staðinn setja alla borgaralaun takk

5

u/tastin Menningarlegur ný-marxisti 2d ago

Draumurinn.

Borgaralaun, sameina tekjuskattinn og heiftarlegan auðlegðarskatt takk.

1

u/GlanniGl 3d ago

Finnst merkilegt hvað fólk a erfitt með að skilja að það er alls ekkert alslæm hugmynd

2

u/agnardavid 2d ago

Örorka og ellilífeyrir mætti haldast í hendur. Á eina ömmu sem fær ekki mikið til að lifa út mánuðinn, minnir að útborguð laun séu um 200þ fyrir neðan þessa upphæð

1

u/gurglingquince 2d ago

Sammála.

7

u/ScunthorpePenistone 3d ago

Ég væri frekar til í 10 þúsund svindlara að svíkja á kerfinu en að ein manneskja sem þarf bætur fái þær ekki.

0

u/legbreaker 2d ago

Hvað ef þú þarft að borga 100þ a mánuði aukalega í skatt til að borga fyrir svindlarana?

Til að borga fyrir 10.000 svindlara þyrftu 50.000 manns að borga 100.000 aukalega i skatt. I hverjum mánuði.

Þetta er allt einfalt ef það þarf enginn að borga og vinna vinnuna.

3

u/Stoggr 2d ago

Ég vann eins og hestur með áföll og þunglyndi á bakinu þangað til ég var 26 ára þegar ég þróaði með mér geðhvarfaklofa og fór í mitt fyrsta geðrof. Eftir það tóku við innlagnir á geðdeild, fór á endurhæfingalífeyri sem þurfti að endurnýja á 6 mánaðafresti með læknisvottorði og endurhæfingaplani. Það var stíft plan með sálfræðitímum, lyfjameðferð og allskonar virkni (námskeið, hópavinna af allskonar tagi), ef ég fór ekki eftir því þá var hætta á að ég myndi detta út af endurhæfingalífeyrinum. Allir sem ég hitti á þessari leið í þessi 5 ár í endurhæfingu voru þarna afþví þau þurftu á því að halda, það var enginn að feika veikindi. Læknar og sálfræðingar eru líka mjög klókir í að sjá hverjir eru að feika og hver ekki. Það var kannski auðveldara að svindla sig inn í kerfið í gamla daga, en það er eiginlega ómögulegt í dag.

Eins og fleiri hafa sagt hér eru örorkubætur ekki 450 eftir skatt. Vinkona mín fær 320 eftir skatt, ég fæ aðeins meira afþví ég borgaði svo mikið í lífeyrissjóð þegar ég var að vinna.

Nýja kerfið er í rauninni atvinnuhvetjandi fyrir fólk sem fær ekkert úr lífeyrissjóð, það getur þá unnið fyrir 100 þúsund án þess að bæturnar skerðist, sem er bara gott mál.

1

u/gurglingquince 2d ago

Minnir að þeir séu að kynna virknistyrk þar sem frítekjumaekip verður 350k og þú færð samt 82% af bótunum

2

u/birkir 2d ago

Það er bara fyrir fólk á mjög þröngu bili örorku, 50-74%

en ofan á 82% af bótunum færðu 18% til viðbótar ef þú ert í virkri atvinnuleit (svo 100% samtals)

Ef þú ert með 75-100% örorku verður frítekjumarkið 100k og þú færð sama 100%

1

u/gurglingquince 2d ago

Aa òkei. Missti af því, takk.

1

u/Jabakaga 1d ago

Mun auka fjöldan af kerfisfræðingum

-5

u/[deleted] 3d ago

[deleted]

19

u/HeavySpec1al 3d ago

Já vinnuru í örorkubransanum segiru, hvað felst í honum?

5

u/Only-Risk6088 3d ago

Það eru mjög mörg störf hjá lífeyrissjóðum, TR og félagsráðgjafar t.d fyrir utan lækna, virk og sjúkraþjálfun

11

u/HeavySpec1al 3d ago

Félagsráðgjafar, sjúkraþjálfarar, VIRK etc hafa ekkert með umsóknarferli örorku að gera. Þetta er gert í gegnum lækna og fulltrúa tryggingastofnunar.

Ég var bara að velta fyrir mér hvar í ferlinu sá sem ég spurði situr, gott að vita hver hefur mesta andúð á manni þegar maður er að sækja sér þjónustu

4

u/Only-Risk6088 3d ago

Þegar þú sækir um í gegnum lífeyrissjóð er oft könnuð staðan hjá lífeyrissjóðum, oft mat frá þeim sem hafa unnið með viðkomandi. Félagsráðgjafar leiðbeina og hjálpa mörgum með umsóknir. Ég get því fullyrt að þetta sé rangt, er sjálfur í "bransanum"

6

u/HeavySpec1al 3d ago

Örorkulífeyrir almannatrygginga og lífeyrissjóðanna er ekki það sama

3

u/Only-Risk6088 3d ago

Nei en mér finnst það ekki skipta máli í þessu samhengi.

En samkvæmt lögum um lífeyrissjóði á fólk að sækja um hjá lífeyrissjóðum ef það sækir um hjá tr. Það er ekki krafa þegar sótt er um endurhæfingarlífeyri. Þannig þessi kerfi þurfa alltaf að vinna saman. Fólk í "bransanum" neyðist því til að þekkja báðar hliðar

4

u/HeavySpec1al 3d ago

Það sem ég átti við er að lífeyrissjóðir, félagsráðgjafar, sjúkraþjálfarar etc hafa ekkert um að segja um hvort örorka sé metin eða ekki, það fer einungis í gegnum lækna

Greiðsla örorkulífeyris er allt annar handleggur

6

u/Only-Risk6088 3d ago

Nei en kommentið sem við erum að svara snýst um að þar er einhver sem er að svara fólki sem er að "sníkja pening". Ég veit ekki hvar þessi aðili er að vinna en fólk leitar til þessara aðila. Mér finnst þetta óþarfa útúrsnúningar hjá þér.

5

u/HeavySpec1al 3d ago

Já ég er að misskilja þig, my bad

6

u/Calcutec_1 sko, 2d ago

Ég vinn í þessum bransa

Ef að það er rétt að þá ert þú á kolvitlausri atvinnugrein miðað við orðavalið þitt.

4

u/birkir 2d ago

ótrúlegt að fara á netið, í vinnunni, til þess að níða skjólstæðingana sína

1

u/Only-Risk6088 2d ago

Vinnandi fólk fær nefnilega aldrei frí eða styttingu vinnuvikunar

3

u/birkir 2d ago

já, afsakaðu, það er auðvitað mögulegt að hann hafi þá verið að níða skóinn af skjólstæðingum sínum utan vinnutíma

1

u/Ironmasked-Kraken 2d ago

Èg á svona móðir. Slapp þökk sé föður míns sem hjálpaði mér að verða að manni.

Systkinin sem búa með henni og eru með annan föður eru atvinnu aumingjar í dag

1

u/antonsmari 2d ago

Hvað finnst fólki þá um UBI (Universal Basic Income) sem er óneitanlega á leiðinni vegna þróunnar í gervigreind til dæmis?