r/Iceland • u/Hvolpasveitt • 3d ago
Smashing Pumpkins pumpuðu upp stemningu – en listin varð undir hávaðanum - Vísir
https://www.visir.is/g/20252768078d/smas-hing-pump-kins-pumpudu-upp-stemningu-en-listin-vard-undir-ha-vadanumSpurning, hvert er gildi þess að hafa gagnrýnanda á miðli sem hef í raun bara bara gaman af mjög þunnri sneið af klassískri tónlist? Hann grætur við flutninga á messum en er annars meira pæla í ljósunum eða einhverju sem enginn annar er að pæla í eins og hávaða á rokktónleikum. T.d gefur hann fleetwood mac eftirhermukvöldi 5 stjörnur en Smashing Pumpkins sjálfum sem að mér sýndist allir vera mjög sáttir með 3.
https://jonas-sen.com/2021/09/02/klamvaeding-klassiskrar-tonlistar/
https://jonas-sen.com/2025/07/04/norah-jones-timinn-stod-i-stad-thar-til-ljoskastarinn-vakti-mann/
https://jonas-sen.com/2025/02/05/fleetwood-mac-when-the-tribute-surpasses-the-real-thing/
24
u/gunnihinn 2d ago
Sko, ég var á þessum tónleikum og skemmti mér konunglega. Smashing Pumpkins hafa verið uppáhaldsbandið mitt síðan í grunnskóla og ég var ótrúlega hamingjusamur að sjá þau loksins á tónleikum. Corgan er ótrúlegur gítarleikari og Chamberlin er einn besti trommari í heimi.
Það sagt er ég eiginlega ekkert ósammála Jónasi hérna. Hljóðið á tónleikunum var mjög drullukennt: þegar þau tóku Heavy Metal Machine var bara erfitt að heyra hvað var að gerast, gítarinn hjá konunni sem spilaði með þeim hljómaði stundum undarlega út úr kú þegar hún tók há stef; og nokkrum sinnum fannst mér einhver gítar uppi á sviði bara falskur. Það verður svo að segjast að Corgan getur ekki sungið eins og í gamla daga á plötunum, hann forðaðist til dæmis flest öskur eins og í Zero, sem er samt alveg afsakanlegt því hann er næstum sextugur.
Og Elín Hall er örugglega fín leikkona og Vinir er flott lag, en hún átti ekkert erindi upp á dekk þarna.
14
u/jfl88 2d ago edited 2d ago
Ég hef heyrt frá fólki sem finnst þessi dómur alls ekki út úr kú.
Burtséð frá því þá er leiðinlegt hvað umfjöllun um tónlist og menningu á Íslandi er orðin takmörkuð. Plötudómar sér í lagi heyra nánast sögunni til, og þeir sem finnast eru þannig að ekkert neikvætt má segja.
Líklega hefur smæð samfélagsins orðið meira vandamál eftir því sem fólk varð sífellt tengdara í gegnum netið. Eftir að Bubbi Morthens fékk nettengingu var til dæmis ómögulegt að fjalla um hann með eðlilegum hætti þar sem hann hann hjólaði um leið í viðkomandi á netinu og fólk varð bara skíthrætt.
Maður sýnir því líka alveg skilning að það er erfitt að "drulla" yfir leiksýningar/bíómyndir/tónlist í litla samfélaginu okkar þegar slík umfjöllun getur haft gríðarlegar afleiðingar. Íslenskar kvikmyndir til dæmis verða að fá góða aðsókn til að eiga möguleika á að standa undir sér.
Í stuttu máli: ég þakka fyrir að Jónas Sen nenni að skrifa svona umfjallanir sem ég stórefa að hann hafi mikið upp úr persónulega. Hann er að minnsta kosti ritfær og þorir að segja hvað honum finnst.
3
u/Vitringar 2d ago
Gott band getur alveg lent í því að spila á tónleikum þar sem soundið getur klikkað. Tek eftir því í seinni tíð að of hátt volume gerir allt drullukennt. Gæti trúað því að flestir tónleikagestir hafi verið upp á sitt besta í ninetísinu og séu orðnir viðkvæmari fyrir blastinu.
9
11
u/overlycomplexname 3d ago
Það er svo augljóst að hann er að reyna að clickbaita með öllum greinunum sínum.
5
u/Calcutec_1 sko, 3d ago
Þetta er þekkt vandamál í íslenskum fjölmiðlum, Þegar ég var að gefa út plötur í gamla daga var það hending hvort að maður fékk dóm frá manneskju sem að hafði áhuga og þekkingu á viðkomandi tónlistarstefnu..
Gat verið mjög svekkjandi
4
u/Brolafsky Rammpólitískur alveg 3d ago
Nú er ég forvitinn. Hvað hefurðu gefið út?
1
u/Calcutec_1 sko, 2d ago
allskonar niché stuff bara, ekkert vinsælt eða frægt :)
2
u/Brolafsky Rammpólitískur alveg 2d ago
Mér sýndist einhver hafa svarað en það comment er horfið, en sá sagði þig hafa gefið út 'Reif í' plöturnar. Stemmir það?
0
4
u/GlanniGl 2d ago
Jónas Sen sýgur feitt - rétt þegar maður var hættur að sjá Jón Viðar þá poppar þessi gaur upp
Þetta voru geggjaðir tónleikar
34
u/birkir 3d ago
ég þekki skynúrvinnsluvanda þegar ég sé honum lýst