r/Iceland 3d ago

Samkaup

Verð aðeins að ranta um Ég tek ofan fyrir verslunarfólki Sam**** og þetta er ekki gagngrýni á þá heldur verskunarkeðjuna Sam**** og fyrrum eigendur, veit ekki hvort núverandi eru betri en eg vona að þeir sjai þetta og lagi þessi mal

Ég er að vinna í grunnskólanum í bæjarfélaginu mínu, er að fá ca 460-475ķ greitt sem er ekki mikið en dugar þó fyrir frekar rólega vinnu...stundum fæ eg meira en er sjaldan undir þessun tölu.

Allavegana.

Mér er sagt upp á meðan skólinn er lokaður yfir sumarið (eins og flestir sem eru ekki kennarar eða fastráðnir) þannig ég þarf að nota orlofsdagana í 5 vikur og fara svo á atvinnuleysisbætur þangað til að skólinn byrjar aftur. Þar sem vmst er rosalega seint battery, langt í burtu (ég er fyrir austan) og tekur langan tíma að fá bætur borgaðar þá reynir maður að forðast Vmst og sækir um atvinnu annarstaðar. Í fyrra fékk ég bætunar fyrir atvinnuleysi fyrir hluta úr júli og Ágúst borgaðar i byrjun Október því þeir taka sér tvo manuði að samþykkja þannig aint no way að eg læt það gerast í ár.

Ég sótti um hjá flestum fyrirtækjum og íþróttarmannvirkjum á svæðinu en þau eru fullmönnuð, meira að segja flokkstjórnun fyrir Vinnuskólann var fullráðin i ár sem tekst sjaldan í mínu bæjarfélagi og það vantaði enga auka bæjarstarfsmenn þannnig sem last resort þá sótti ég sótti um í versluninni í bæjarfélaginu mínu frá 15 júlí til 14 Ágúst sem er eitt launatímabil hjá þeim og þeir tóku mér fagnandi enda high season í gangi og þeim vantar fleiri hendur og sérstaklega +18ára á daginn.

Ég er ráðinn, fæ 2.750kr á tímann og er að vinna frá 9-17 alla virka daga, ekki mínútu meira því það er yfirvinnubann hjá Sam**** og ekki séns að fá helgarvinnu því eigendur, (amk fyrverandi) vilja unofficially hafa skólakrakka (undir 18ára) á þeim vöktum því þau eru ódýrari. Sem útsýrir gæðamun á S**kaupsbúðum vs Krónan/Bónus enda engin að stýra þessum börnun að meðan Bónus/Krónan hafa yfirleitt þrælfullorðið fólk í vinnu eins og t.d. á Reyðafirði eða Egilsstöðum Case in point farðu í búðina i mínu bæjarfélagi eða næsta bæjarfélagi um helgar þá sérðu yfirleitt 2-3 starfsmenn sitjandi a koll/upphækkun swipandi tik tok í símanum með air pods í eyrum og ekkert fyllt á það sem er tómt eða er að tæmast i búðinni þó það sé til á bakvið á meðan í Krónunni Reyðafirði þótt að það er klikkað að gera þá lítur búðin þokkalega út enda eldra fólk að vinna sem vinna a daginn og eru vön + hafa comon sense á að fylla á mjolk ofl

Anywho

Ég mæti samviskusamlega i vinnuna, fylli á hina og þessa goskæla, er aðalega á kassa, sé um sjálfsafgreiðsluna, dreg fram ofl ofl verslunartengt og mikið að gera alla daginn enda gott veður fyrir Austan og túristar ut um allt.

Hvað fékk ég borgað fyrir helvíti mikla rush vinnu fyrir 21 vakt (168klst)

Ég fékk 433.000kr fyrir skatt! Kemur ekki í ljós að ég fæ bara 7.5klst borgaða per dag því 30 mín eru dregin af mér útaf matarhlé þannig í raun var ég bara í 92,5% vinnu eins og aðrir dagvinnustarfsmenn hjá þeim

Mind you ég hafði 0% séns að bæta við mig tímum þvi að jú Sam**** sýnir aðhald í rekstri með því að launasvelta starfsfólk i fullri vinnu en borga stjórnendum upp undir 3.000.000kr á mánuði og fyrverandi forstjóra 4.7000.000kr sem keyrði fyrirtækið nánast í rekstrastöðvun(án djóks þetta eru launin þeirra skv ársskýrslunni 2024)

Eftir skatt fékk ég 312.000kr útborgaðar á debetið því 10% af launum fara á lokaða orlofsbók ..Með orlofi var þetta ca 345.000kr. Ef ég hefði farið á bætunar hefði ég fengið 299.000kr

Eg spurði ungling sem er að vinna þarna á kassa/sjálfsafgreiðslu allt árið hvað hann er að fá yfir vetrartímann og hann sagðist fá ca 360k útborgað og ca 400k með orlofi...sem er fáranlegt, hann má ekki vinna um helgar því verslunarstjórinn að skipun fyrrum eiganda+rekstrastjóra sem keyrðu þessa keðju í ruslflokk vildu frekar hafa 14-17 ára um helgar til að borga ódýrari laun og hann missti helganar sínar. Án djóks þannig ef þú ert orðin 18 ára i Sam**** þá þarftu bara að sætta þig við að vera þræll á algjörum lágmarkslaunum, líklega undir þeim? á meðan (fyrverandi) toppanir kaupa sér raðhúsalengjur í Reykjanesbæ.

Þannig verslunarfólk hjá Sam****, þið eigið alla mína samúð að þurfa að standa í þessu vanþakklátum störfum fyrir laun sem eru heilar 20.000kr yfir útborgaðar atvinnuleysisbætur og ofboðslega erfið vinna.

Mikið ofsalega vorkenni ég ykkur að hafa haft þessa stjórnendur sl ár sem borguðu sér fleiri milljónir á mánuði í laun á meðan þið þrælið á launum undir lágmarkslaunum

Á næsta ári fer ég frekar á bætur þegar skólinn lokar en að vinna hjá þessu "fyrirtæki".

Ef núverandi eigendur Sam**** sem er Skeljungur sjá þetta: Fix this shit fra gömlu eigendum! leyfið dagvinnufólkinu að vinna þannig þau fái 8klst borgaðar + aukavinnu og myndist smá metnaður hjá starfsfólkinu ykkar.

63 Upvotes

18 comments sorted by

u/Iceland-ModTeam Skilaboð virka ekki, sendið Modmail 2d ago

Sam****

Skrifaðu bara "Samkaup", það er nafnið á fyrirtækinu. Þetta er ekki tick tock, af hverju ertu að ritskoða sjálfa þig?

19

u/Crafty-BAII 3d ago

Ég tek hattinn ofann af fyrir þér að þú hafir frekar viljað vinna en fara á betur. Hinsvegar finnst mér líka eðlilegt að atvinnuleysisbætur séu ekki langt undir lágmarkslaunum, þar sem að fólk á bótum þarf jú líka að borga leigu, rafmagn og kaupa mat. Finnst þetta eiginlega betra dæmi um að það er ekki mikill hvati fyrir ómenntað fólk að vinna sumstaðar á landinu, sem er allt annað mál og erfiðara að eiga við.

7

u/Impossible-Break1815 2d ago

Skil alveg hvað þú ert að meina en vandamálið er að þeir bjóða ekki upp a fulla vinnu...það var sagt við mig, "9-17 alls ekki meira" síðan er 30mín dregið af mér út af matarhlé þannig rauntímanir mínir fara i 7.5klst og ég fer undir lámarkslaun, auðavitað eiga þeir að bjóða 30min aukarlega til að covera þetta

24

u/leppaludinn 2d ago

Ertu búin/n að tala við stéttafélagið þitt? Þessi 92.5% starfshlutfall eru svo ótrúlega fishy, hvað ef allt verður brjálað á meðan þú borðar? Varstu "on call"? Ef svo er þá er þetta hrein lygi að bjóða fólki upp á þetta.

11

u/EgRoflaThviErEg 2d ago

Til viðbótar við þetta, voru kaffipásur yfir daginn? Þær eru til viðbótar við hádegismatinn

7

u/Impossible-Break1815 2d ago

Jamm þeir segja að þetta er löglegt þar sem 8klst er með hálftíma frádrátt a mat en yfirleitt bjóða fyrirtæki upp á 30mín-1klst aukavinnu til að covera þetta...Ekki skylda

Samkaup fannst bráðsniðugt að gera það ekki þannig ef þú ert i dagvinnu á tímakaupi þá færðu bara 92.5%af lágmarkslaunum hjá þeím...Veit að Bónus býður upp a 9klst

17

u/castor_pollox 2d ago

Þetta hljómar ekki rétt, þ.e. að Samkaup komist upp með að borga ekki 30mín matarhlé á 8klst vinnudegi.
Talaðu við stéttarfélagið þitt strax! Byrjaðu ferlið núna í dag með tölvupóst þannig að pirringurinn gufi ekki upp yfir helgi og þú hættir við að heyra í þeim.

5

u/segdu 2d ago

svona er þetta hjá VR

1

u/Vindalfur 1d ago

Þetta var svona þegar ég vann þarna 2007-2013 líka.

9

u/PlutoIsaPlanet321 2d ago edited 2d ago

Þetta er svo ekta Samkaup.

Ég var verslunarstjóri hjá þeim í Nettó,

Þegar Ómar Valdimarsson var forstjori þá mátti dagvinnufólk/almennir timavinnuþrælar bara taka 8klst dagvinnnu en í staðin máttu þeir vinna annaðhvort á Laugardag eða Sunnudag 8-10klst til að hífa upp launaseðilinn þannig þeir gátu alveg fengið max 40 yfirivnnustundir ofan á launin til að gera þau talsvert betri.

Ómar sagði alltaf að þeir verða of dýrir þegar eftirvinna byrar efir 8klst dagvinnu en eru launalega svipaðir um helgar á við krakka sem eru í aukavinnu og þá verðlaunum við þá með boosti á launum enda betri starfsmenn

Svo tekur við nýja kynslóðinn við,

Hann Gunnar Egill tekur við og hann potar sínu fólki inn í lykilstöður inann keðjunar og um 2017 þá er hann kominn með skósveina sína í allar lykilstöður + rekstrarstöður innan Samkaupa og allt fer endanlega til andskotans þegar hjann tekur við sem forstjóri 2022..

Til að undirstrika bullið sem var í gangi þá var þessi hópur af fyrrum verslunarstjórum og núverandi sem var ca 15 manns á að telja kallaður "dream team" inann Samkaupa, þeir fengu treyjur eins og í handbolta með merkingum og meira að segja auglýsingum. þegar Samakup var að yfirtaka Baskó þá voru þessir peyjar í gömlu 10/11 búðunum að breyta þeim í treyjum merktum dream team, gengu yfir allt og alla...Rosalegt cringe að sjá þetta og í raun verið að draga starfsfólk í dilka.,...Þeir voru líka svona merktir þegar þeir voru að breyta Strax + Úrval í Krambúðir & Kjörbúðir....Það var alveg greinilegt hverjir voru Gunnar þóknanlegir.

2018-2020 var sem sagt horror tími, uppsagnir hægri vinstri á verslunarstjórum sem voru ekki þeim þóknarlegir og móralinn í ruslinu...Ég hætti svo í lok 2020 útaf samskiptavandamálum við yfirmenn.

Þetta var svo mikill bergmálshellir að þeir gátu ekki tekið gagngrýni, ef þú gagngrýndir eða talaðir varlega gegn einhverju sem átti að gera eða stefnu sem var í gangi þá varstu ekki team player og bara út með þig.

Þetta að leyfa fólki ekki að vinna nema 170klst í dagvinnu, þú ert að koma af stað flótta úr fyrirtækinu og margir almennir starfsmenn sem voru þrælduglegir starfsmenn hættu inann keðjunar þegar yfirvinnubannið var sett á....Enda lifir enginn á almenmnum lágmarkslaunum & þeir borga jafnvel undir þeim.

Hagar og Festi leyfa 8 +1 vinnudag því þeir vita hvað þessi auka klst skiptir máli og ef þú lokar á alla möguleika til að vinna meira þá ertu að missa fólk burt.

Það er margt hægt að týna til, en fyrir mér þá er ástæðan fyrir falli Samkaupa helst Gunnari að kenna fyrir að ráða bara inn kunningja sína í lykilstöður innan Samkaupa. Mín upplifun var sú að Hallur Geir & Heiðari Róbert voru óhæfir rekstrarstjórnendur enda ákaflega vanþroskaðir í samskiptum við undirmenn.. Sá síðarnenfdi heilsaði ekki einu sinni manni þegar hann kom að skoða búðina.

Mín upplifun á þeim báðum er að það var 100% ólíft að vera millistjórnandi (verslunarstjóri) með þá sem næsta yfirmann og lítið traust til þeirra enda fannst mér þeir alltaf vera að leita af vandarmáli eða vinna á bakvið mann, brunarslóð af reknum verslunarstjórum...Það er rosalega erfitt að reka búð ef þú upplifir að næsti yfirmaður er alltaf að fara segja þér upp.

Ég heyrði að þegar Samkaup fór loks að átta sig á rekstravandamálunum í fyrra að þeir réðu inn mann utan klíkunar sem rekstrastjóra yfir Nettó...Hann entist minna en 4 mánuði og örugglega hefur innri kjarni Samkaupa átt þar í hlut .

Stjórn Samkaup brást líka, margoft reynt að koma ábendingum til þeirra nafnlaust en þeir vildu kannski ekki vita af vandamálum.

Dream teamið sem ég myntist á að ofan: sumir hættu yfir árin en restinni var svo sagt upp nýlega af Skeljungi.

5

u/Impossible-Break1815 2d ago

Nákvæmlega, þeir draga af manni 30mín þannig 11klst eru dregnar af dagvinnufólki mánaðarlega sem þýðir að þeir fara undir lágmarkslaun, ef eg hefði fengið 8klst greiddar (30mín aukarlega) þá væri ég yfir lágmarkslaunum en í staðin er eg 22k undir þeim.

1

u/angurvaki 2d ago

Þið voruð semsagt að taka mat plús kaffitíma?

https://www.vr.is/kjaramal/vinnutimi/matar-og-kaffitimar/

1

u/Impossible-Break1815 2d ago

Jamm, tókum eina samfellda 45mín pásu.

Máttum ekki vera lengur til að vinna hana upp.

Í skólanum fáum við jafnlanga pásu en ekki dregið af okkur eins og verslunarfólki

9

u/Einn1Tveir2 2d ago edited 2d ago

Klassík Samkaup að vera alltaf að pulla eithvað svona bull. Þegar ég var að vinna þarna tók ég eftir að það vantaði alltaf smá tíma (var bara vinna á kvöldin og helgar 2-3 viku). Kom í ljós að þau bara tóku þá ákvörðun, án þess að tilkynna neinum það, að þeir myndu hætta að borga laun eftir kl 22:07 (búðin lokaði kl 22:00) nema ég var almennt alveg til 22:15-22:20 að henda rusli og gera upp kassan og allt. Ég var þá einn allt kvöldið að gera allt og þeim fannst í lagi bara að byrja stela af manni korteri á dag, sem gerði alveg 2-3 eftirvinnu tíma á mánuði (í dag væri það um uþb 120þús á ári)

Sömuleiðis gerðu þeir það með hádegismatin, tók stöku sinnum dagvaktir. Ef ég tók alvöru matarhlé þá sagði yfirmaðurinn mér bara skrá mig út. En ef ég væri bara taka létt kaffihlé þá fengi ég borgað alveg allan daginn fullt. Nema einn daginn, án þess að tilkynna mér það breyta þeir bara hvernig það virkar og byrja draga af manni hálftíma.

Þurfti ítrekað að passa uppá launin mín, var t.d. 17 júní aukavakt sem ég tók sem tók heilt ár fá borgað. Var þar á meðal sagt að ég væri að rugla og hefði ekkert unnið þann dag.

í dag ráða þau auðvitað bara skólabörn og útlendinga, enda léttur hópur til að svindla á.

Ekki gleyma, stærsti þjófnaður í samfélaginu er launaþjófnaður. Samkaup ætti að vera góðvinur lögreglunnar þar, en lögreglunni er auðvitað bara sama ef það er stolið af fyrirtækinu.

2

u/PlutoIsaPlanet321 2d ago

Get staðfest þetta með að handstimpla út starfsmann.

Ég átti alltaf að passa að dagvinnustgarfsmaður væri bara 8klst og 10mín max á klukkunni svo hann færi ekki á eftirvinnu á neinu leiti. Ef þeir draga 30mín af starfsmanni útaf matarpásu þá fer kvöldtaxti að kicka inn eftir 8klst dagvinnu + álag.

Áttum að ítreka þetta við starfsfólk þegar það var ráðið inn & íterka við þá að þetta væri líka ábyrgðarhluti hjá þeim...Svo steikt þegar ég pæli í þessu.

1

u/Comfortable_Match_2 2d ago

Samkaup ætti að vera góðvinur lögreglunnar þar, en lögreglunni er auðvitað bara sama ef það er stolið af fyrirtækinu.

Er ekki alveg viss um að þetta sé rétt.

Það er til upptaka af því þegar starfsmaður læsti þekktan íslenskan glæpamann inni eða hann komst ekki út af einhverri ástæðu, í verslun í Reykjavík núna á mánudaginn, maður sem kemur að sögn reglulega inn í búðina til að taka hluti ófrjálsri hendi.

Ég held að þessi tiltekna búð sé í eigu Samkaupa en það er eina atriðið í þessari frásögn sem ég er ekki aallveg viss um.

Starfsmaðurinn hringdi ekki á lögregluna því "lögreglan gerir ekki neitt".. Ég trúði því tæplega að starfsmaðurinn ætti frekar að leggja sjálfan sig í hættu við að endurheimta munina, svo ég bjallaði - og fékk staðfestingu á að hún hafði engan áhuga á þessu.

Ef einhver vill fá upplýsingar til að sannreyna að ekki sé hringt á lögregluna eða að hún geri ekki neitt er hægt að hafa samband í skilaboðum.

5

u/Einn1Tveir2 2d ago

Við hringjum ekki í lögguna útaf stökum þjófnaði, en ítrekaður þjófnaður frá sama aðila, af minni reynslu, tekur löggan því alvarlega og fer í málið og finnur einstaklinginn. En það eru nokkur ár síðan og ég veit ekki hvernig málin eru í dag.

En pointið hjá mér er, að í samfélaginu er launaþjófnaður bara "eðlilegur" og varðar greinilega ekki lög, jafnvel þegar stórt fyrirtæki eins og Samkaup stundar það með skipulögðum hætti.

1

u/Comfortable_Match_2 2d ago

Þetta er dagleg uppákoma sagði starfsmaðurinn í sömu andrá og hann sagðist ekki hafa hringt eða ætli sér að hringja í lögregluna.

Það þarf annars að margþyngja allar refsingar og dóma fyrir launaþjófnað og jafnvel grípa til síbrotagæslu í tilviki sumra atvinnurekenda.