r/Iceland • u/Personal_Reward_60 • 2d ago
Hvernig byrjuðu/Hver byrjaði með hafnfirðingabrandara?
24
u/Hvolpasveitt 2d ago
Einn byrjaði svona:
Af hverju setjast Hafnfirðingar alltaf á fremsta bekk í bíó?
Því þeir vilja vera fyrstir til að sjá myndina.
14
u/Framtidin 2d ago
Þeir voru líklega vinsælir vegna þess að Reykvíkingar þurftu að finna einhvern hóp til að gera grín að og á þessum tíma var Hafnarfjörður nógu langt í burtu... Andrésblöðin komu þessu svo í dreifingu um land allt
4
u/GraceOfTheNorth 2d ago
gömlu dönsku Molbúabrandararnir voru þýddir upp á Hafnfirðinga.
1
12
u/fouronsix 2d ago
Heyrði einhvern tíman að þeir hafi fyrst verið um Akureyringa en þeir hafi ekki verið sáttir með það.
6
u/thaw800 2d ago
einhver sagði mér að þetta hefði byrjað í útvarpinu á áttunda eða níunda áratugnum. af hverju Hafnfirðingar urðu fyrir valinu veit ég ekki, mér skildist að flestir brandararnir hafi þegar verið til um fólk frá Cork á Írlandi.
n.b, hef aldrei rannsakað málið svo þetta gæti verið haugalygi.
3
2
u/Solmundarson 1d ago
Ég las einhverstaðar að Óli Tynes hafi verið upphafsmaður þeirra þegar hann var blaðamaður.
3
1
1
u/TommyKemp_137 1d ago
Flosi Ólafsson sagði í einhverjum sjónvarpsþætti:
Ef hitti ég hýran Hafnfirðing í Hellisgerði Aftan og framan og allt í kring Er ég á verði
0
u/Thr0w4w4444YYYYlmao 2d ago
Hafnfirðingar voru hörðustu kommúnistar í landinu.
Svo þeir auglýstu vítt og breitt: "Allskonar ókeypis fyrir aumingja", og þá fylltist bærinn af aumingjum.
57
u/Saurlifi fífl 2d ago
Fólk fylgdist bara með hafnfirðingum