r/Iceland • u/OlafssonFraHolum • 2d ago
50 missa vinnuna hjá Vinnslustöðinni
https://www.mbl.is/200milur/frettir/2025/08/29/50_missa_vinnuna_hja_vinnslustodinni/Vinnslustöðin átti 4,5 milljarða króna afkomu árið 2023, en skyndilega er ekki nóg til að greiða laun og halda sömu störfum? Þetta lyktar eins og leikrit, starfsfólk notað fyrir áróður eiganda.
39
u/OlafssonFraHolum 2d ago
Vinnslustöðin gerir upp í evrum. Velta samstæðu hennar nam jafnvirði um 35 milljarða króna á árinu 2023.
Hagnaður VSV-samstæðunnar nam jafnvirði um 4,5 milljarða króna.
Aðalfundurinn samþykkti að hluthafar fái greiddar jafnvirði um 900 milljóna króna í arð vegna ársins 2023 en stjórn félagsins er jafnframt heimilað að lækka þá fjárhæð eða hætta við að greiða út arðinn ef aðstæður breytast þegar líður á árið.
8
u/2FrozenYogurts 2d ago
Er það ekki líka rétt að lögin hafa ekki tekið gildi og munu ekki gera það í einhvern tíma, eða er ég að misskilja?
-6
u/Extension-Grade-2297 2d ago
Stór hluti af þessum arðgreiðslun fara í afborganir lána. Félagið tapaði hátt í milljarði á síðasta ári. Fólk vill frekar sjá sjávarútveginn ríkisstyrktan/niðurgreiddan en að hann skili samfélaginu, bæði hinu opinbera og einstaklingum arði.
2
u/OlafssonFraHolum 21h ago
Arðgreiðslur fara til hluteigenda, ekki til fyrirtækisins. Ef fyrirtækið þarf að greiða af lánum er það ekki gert með arðgreiðslum. Skuldugt fyrirtæki á ekkert að vera greiða arð.
61
u/rockingthehouse hýr á brá 2d ago
Skítapakk, eyðileggja líf 50 manns í hefndaraðgerðum gagnvart ríkisstjórninni, kenna þeim um því það er svo ómögulegt að þurfa að borga aðeins hærri skatta. Geta lokað 10 svona vinnslum og það væri ekki nema brot af eigu þeirra. Ógeð.
28
-44
u/DTATDM ekki hlutlaus 2d ago
Á fólk all halda áfram rekstri sem það sér fram á að verði óarðbær?
Ríkið gerði óarðbærara að reka landvinnslu, eðli málsins samkvæmt munu meira marginal landvinnslur draga saman seglin.
11
u/GlanniGl 2d ago
Æi plís - veiðigjöld gerðu rekstur ekki minna arðbæran - það eru vextir af lánum félagsins sem það gera
23
u/Imn0ak 2d ago
Launakostnaður þessa 50 einstaklinga nær engan veginn þeim 3,5 milljörðum sem Síldarvinnslan hagnaðist um 2023, og ólíklega þeim 900 milljónum sem arðgreiðsla a að vera fyrir rekstur ársins 2023....
-12
-13
u/surefnisthjofur 2d ago
Hagnaður í fortíð segir ekkert til um hagnað í framtíðinni
Spáin er að hagnaður dragist saman. Þetta er fyrsta af mörgum hópuppsögnum
15
u/Imn0ak 2d ago
Eðlilega dregst hagnaður saman þegar gjöldin hækka. Hinsvegar er enginn iðnaður á Íslandi með jafn mikla sérstöðu og örugga góða afkomu eins og sjávarútvegurinn. Helsti breytilegi launakostnaður útgerðanna sveiflast eftir tekjum, minnkar ef tekjur lækka en hækkar svo ef tekjur aukast og eru nánast fast hlutfall af tekjum.
-9
u/surefnisthjofur 2d ago
Síðan er fínt að minnast á að 2024 tapaði Vinnslustöðin 500 milljónum. Þannig allt sem þú varst að segja stenst enga skoðun
8
u/Imn0ak 2d ago
Slíkt tap er bókfært tap að öllum líkindum af viljaverki fyrir skattahagræðingar. Vinnslustöðin er ekki rekin með tapi.
Líklega eitthvað tengt gengissveiflum þar sem allar þessar útgerðir gera upp í erlendri mynt á meðan almenningur þarf að lifa við íslensku krónuna. Krónan væri kannski stabílli ef öllum fyrirtækjum landsins yrði gert að gera upp í henni.-3
u/shortdonjohn 2d ago
Þetta er ekki svo einfalt að segja það að vinnslustöðin geri upp í erlendum gjaldmiðlum á meðan aðrir þurfa að kveljast með krónuna. Nær öll viðskipti stóru fyrirtækjana eru í erlendri mynt. Vörur eru seldar erlendis og greitt fyrir þær í evrum eða dollurum. Á þeim forsendum er það mikið eðlilegra að lánin sem fyrirtækin taka séu í þeirri mynt sem fyrirtækið gerir upp í.
Mörg þessara fyrirtækja eru með stór lán á 6-9% vöxtum og eru því fjarri því að fá betri kjör vegna evru eða dollara.
Og ég tala ekki eingöngu um sjávarútvegsfyrirtæki heldur er þetta líka normið hjá mjög mörgum fyrirtækjum. Stærstu gagnaverin/álverin/lyfjafyrirtækin og mörg önnur.
Og vert er að taka fram að ég er alls ekki að segja þetta til að verja sjávarútvegsfyrirtækin. Ég tel að öll stærri fyrirtækin þar geta greitt hærri skatta. Óttast þó hinsvegar að nýju veiðigjöldin séu ekki nógu vel unnin og minni fyrirtækin og sjávarþorpin muni gjalda þess. Sem þýðir að stóru skrímslin í sjávarútveginum munu stækka og eiga enn meira af markaðnum.
6
u/Imn0ak 1d ago
Fyrirtækin eru staðsett á Íslandi, borga íslenska skatta I íslenskum krónum, laun I íslenskum krónum, kaupa húsnæði, raforku og heitt vatn á íslenskum krónum. Þau ættu að gera upp í íslenskum krónum og lifa við sömu sveiflur og almenningur sem myndi líklegast að lokum minnka sveiflur í hagkerfinu.
-11
-15
u/Extension-Grade-2297 2d ago
Guð ég er að verða eins og botti hérna en for real… 45 upvote á þessa þvælu!? Félagið tapaði peningum í fyrra, engin makrílvertíð og síldin veik. Árið í ár með hækkuðum veiðigjöldum kalla augljóslega á breytingar (uppsagnir). Hefur ekkert með hefnd að gera og segir mjög mikið um þig og þá sem upvote-a athugasemdina hver þekking þeirra er á sjávarútvegi og verðmætasköpun almennt.
1
u/Framapotari 1h ago
Ofar í þessum þræði hélstu að arðgreiðslur færu í afborganir lána, og svo talarðu um vanþekkingu annarra á sjávarútvegi og verðmætasköpun?
1
u/Extension-Grade-2297 44m ago
Það er nákvæmlega þannig. Þú ert með lántökur innan og utan rekstrar. Það hefur verið samþjöppun í greininni sem er m.a. fjármögnuð af lántöku.
14
u/GlanniGl 2d ago
Veiðigjöld eru 2.3% af veltu Vinnslustöðvarinnar á meðan fjármagnskostnaður er 17.2%
Þetta er leikrit - búið að auka sjálfvirkni í vinnslu og það á að slá tvær flugur í einu höggi
Fækka starfsfólki - því útgerðinni gæti ekki verið meira sama - og kenna vondu veiðigjöldunum um
18
u/Spekingur Íslendingur 2d ago
Frétt um Ísfélagið inn á Vísi: https://www.visir.is/g/20252768612d/topudu-milljardi-og-bauna-a-stjorn-vold
Gera upp í dollurum. Veiking dollarans á alþjóðavettvangi er aðalsökudólgurinn á þessu tapi þeirra en forstjórinn virðist ákveðinn í því að heimfæra allt yfir á íslensk stjórnvöld. Hann vill bara veiða meira fyrir minna, helst skila engu í ríkiskassann, bara í sína eigin buddu.
15
u/Frosty_Relative8022 2d ago
Það er auðvitað ekkert að marka það sem þetta fólk segir. Brim var með miklar yfirlýsingar um Skálabergið 2013, það átti að vera rosaleg viðbót við flotann. Þetta var samt svo erfitt af því að það var búið að breyta lögum um sjómannaafsláttinn. Skipið var svo látið hanga í Faxaflóahöfn í marga mánuði áður en það var sent til Grænlands. Það stóð aldrei til að nýta þetta til veiða hér, þetta var bara pólitískt leikrit eins og allt hjá þessu liði. Svo er þetta selt úr landi og þegar það er búið að hita fólk upp aðeins og vekja upp reiði hjá landsbyggðinni. Þá eru krókódílatárin þurrkuð með milljörðunum, og farið að leita hvernig er hægt að gera upp í alvöru gjaldmiðli flytja pening úr landi eða jafnvel finna afríku land til að mergsjúga. Ég veit að það var Samherji sem var að arðræna börn í Afríku en þessir menn eiga það allir sameiginlegt að þeir elska pólitískt leikrit og myndu henda hverjum sem er á bálið ef viðkomandi er nógu eldfimur.
-60
u/11MHz Einn af þessum stóru 2d ago
surprised_pikachu.jpeg
Þetta var sjálfgefið þegar hækkun veiðigjalda var samþykkt.
Vinnslurnar munu færast úr landi.
Það skapast 50 störf í Póllandi á móti.
31
u/Ljotihalfvitinn Sultuhundur:doge: 2d ago edited 2d ago
VSV keypti félag með kvóta, skipi, og vinnslu 2023.
Bátnum var lagt í nú sumar að vertíð lokinni því að VSV er búið að smíða afkastameiri skip (fleirtölu) sem leysa af bæði þetta skip og þeirra eigin eldri ísfisk togara. Nú loka þeir vinnslunni eins og allar útgerðir gera á endanum þegar litlar vinnslur fylgja svona samrunum.
Fiskurinn sem fór í þessa vinnslu fer bara í næsta hús sem er aðalfrystihús VSV, eitt það fullkomnasta í heimi.
Ef þú ætlar að frysta fiskinn og flytja hann út til vinnslu í Póllandi þá margborgar það sig að bara gera út frystitogara og vinna fiskinn úti á sjó. En ef þú vilt hámarka afurðaverð er landvinnsla ekki að fara neitt.
27
u/castor_pollox 2d ago
Lélegt troll.
Þú veist jafn vel og aðrir að þessar uppsagnir hafa ekkert með veiðigjöldin að gera.
Ef svo væri hefðu þessar uppsagnir komið þegar búið er að leggja veiðigjöldin á.8
u/Edythir 2d ago
"Ef þú leifir mér ekki að misnota fjárhaginn þá tek ég boltann minn og fer heim".
Fyrirtæki lifa á hótonum. Ef við leyfum ekki fyrirtækjum að gera eins og þau vilja þá hóta þau að eyðileggja efnahag mann og annars.
5
u/Kjartanski Wintris is coming 2d ago
Svarið auðvitað ef þessi fyrirtæki eru svo nauðsynleg að þau hafa þessi gríðarlegu áhrif á efnahag landsins er að gera þau upptæk og þjóðvæða
-3
106
u/Dirac_comb Bara eitthvað nörd 2d ago
Útgerðin hefur hingað til ekki hikað við að rústa heilu byggðarlögunum með því að t.d. selja kvóta, loka vinnslum, færa skip, osfrv. Allt löngu fyrir tíma veiðigjalda. Þetta er ofbeldisfólk með langa sögu á bakinu. Þeim er skítsama um þessi byggðarlög.