r/Iceland 2d ago

Strætó, versta leiðin?

Hver er versta strætó leiðin? Hver kemur oftast seint/mætir ekki á stopp? Persónulega myndi ég segja að leið 15 sé í 50% vinnu en aðrir segja að 14 sé verri. Hver vinnur þessa viðurkenningu frá ykkur?

21 Upvotes

20 comments sorted by

17

u/1tryggvi 2d ago

Fannst það alltaf að klassík að leið nr 2 kom yfirleitt svona korteri of seint eða meira á háannatíma í Hamraborgina.

Örugglega til verri leið samt haha

11

u/ComfortableSneeze 2d ago

Leið nr. 2 er algjör brandari. Ég hef ítrekað lent í því að þurfa að bíða í 40+ mín þegar ég er á leiðinni úr vinnunni niðri í bæ. Best er síðan þegar maður sér að það eru kannski tveir vagnar stopp uppi í HÍ og svo brunar annar þeirra bara beint niður í Mjódd og hinn ákveður að sleppa Lækjargötu og Hverfisgötu úr hringnum sínum og fer HÍ -> Borgartún. Þetta var orðið svo glatað að ég hætti að taka hann heim á daginn.

24

u/Einridi 2d ago

14 er versta leiðin, bara vegna þess að þú ert fljótari að labba hvert sem þú ætlar enn að sikksakka um allan laugardaginn I klukkutíma. Algjörlega tilgangslaus strætó leið. 

8

u/DangerDinks 2d ago

Úff já. Ég bjó á Laugarnesi og það tók mig 30-40 mín að taka strætó í Kringluna en svona 20 mín að labba.

3

u/Einridi 2d ago

Þyrfti að vera regla að það ætti að leggja niður allar leiðir þar sem þú ert fljótari æð hjóla enn fara í strætó. Þá væri hægt að byggja upp leiðir sem fólk notar eða fjölga ferðum á þeim sem eru gagnlegum. 

2

u/BugBagBundle 14h ago

Ég var forvitinn og langaði að sjá þessa leið, En það virðist ekki vera neitt kort á strætó.is fyrir stakar leiðir. Bara ein PNG mynd.

9

u/Skuggi91 2d ago

Ég tók alltaf 18 sem var á hálftíma fresti á virkum dögum og klukkutíma fresti um helgar. Stundum mætti hann bara ekki og þá var hálftími eđa klukkutími í næsta vagn. Svo ef þú ætlađir ađ fara upp í mjódd tók þađ 1,5 klukkustundir því 24 sem átti ađ bíđa eftir 18 í Ártúni fór alltaf af stađ á undan áætlun.

3

u/AideDazzling1349 19h ago

Jebb, tók 18 alltaf úr moso í ásgarð alltaf klukkutima bið á milli. Ef 18 var á rettum tíma var 24 of snemma eða öfugt alltaf að bíða 30 min til kl tima

8

u/Loki_123 2d ago

Hvernig er það, er Álftanesið ennþá í því kerfi að maður þarf að panta bíl eftir kl 20 ?

1

u/joelobifan álftnesingur. 13h ago

Frekar vis um það. En hef ekki stigið fót inn í þetta trúða show eftir að hafa fengið bílprófið fyrir svona ári

8

u/Bolvane AK city 1d ago

Leið 57 milli Ak og Rvk.

• Bara tvær ferðir á dag milli tveggja stærstu þéttbýlisstaða landsins (stundum bara ein)

• Miðinn kostar meira en 13 þús aðra leið, oft töluvert dýrari en að fljúga sérstaklega ef maður getur sótt um Loftbrú

• Endastöðin er í Mjóddinni, lengst frá miðbænum og BSÍ og flestum öðrum stöðum þar sem fólk vill fara.

• Tekur næstum 7 tíma að komast suður enda tekur rútan lengstu mögulega leiðina um Akranes og Sauðárkrók...

6

u/mannskoti 2d ago

Leið 24 er algjör hrotti í dós. alltaf seinn sama á hvaða mannskotans tíma hann keyrir, eg hef í yvígsng lennt i þvi að hann komi alls ekki. alltaf einhver truntu pussu strimla lykt inn í vagninum og bavíanar að keyra sem skilja ekki stakann skít í ensku eða íslensku.

5

u/atius 2d ago

Þar sem hvörfin í kópavogi eru ítrekað með insane umferð, þá er tvisturinn fastur þar líka og þegar hann lendir í byrjuninni á þessu um 1530, þá verða rosalegar tafir. Vona framhaldið af arnarnesvegi lagi þetta þegar framkvæmdum líkur á næsta ári

4

u/daggir69 2d ago

Leið 12. Að bíða uppá höfða eða ná henni þar er hörmung. Oftast sein um 10-20 mín eða vill stundum koma fyrir áætlun sem er líka pirrandi.

3

u/Glittersunpancake 1d ago

Tek aldrei strætó, hjálpar pottþétt ekki að bara 18 stoppar nálægt mér

Reiknaði einhvertíma út að það myndi taka mig ca. 1.5 tíma að taka strætó í vinnuna þegar ég vann nálægt Granda og þá myndi ég eyða samtals 3 klst í að hlykkjast um í strætó um allan bæ + 8 tíma vinnudagur (samtals 11 tímar á dag)

Þess í stað vinn ég frekar heiman frá mér og hef samið um að vinna t.d. 10-18 á skrifstofu aðra daga - þá er ég stundum bara 20 mín að komast hvora leið á einkabíl en myndi örugglega ennþá vera samtals 2-3 tíma ef ég væri í strætó

Þegar ég átti barn á leikskóla og var sjálf í háskólanámi þá var staðan þannig að það var bókstaflega ekki möguleiki að ég gæti komið barninu á leikskóla og tekið strætó í HÍ, því ég hefði aldrei náð að mæta í fyrsta tíma miðað við opnunartíma leikskólans, tímasetningarnar á strætó og stundatöflu Hí (nota bene þá eru ennþá nemendaíbúðir í Grafarholti þar sem við vorum og örugglega ennþá fjöskyldufólk að lenda á þessum vegg)

Nýlega hef ég átt barn í Borgó. Af einhverri ástæðu er 18 sett þannig upp að hún kemur í Spöng t.d. kl 8:31 þegar allir tímar í Borgó byrja kl 8:30. Ef að strætó er á hálftíma fresti og kemur alltaf á stað þar sem eru bæði skóli og stórir vinnustaðir (Bónus, Hagkaup, Dominos o.fl.) þá þarftu alltaf að vera annað hvort allt of snemma eða of seinn í skóla/vinnu ef við gefum okkur það að flestir skólar/vinnustaðir miði við heila og hálfa klukkutíma varðandi mætingu

Skil ekki að það sé ekki hægt að t.d. setja upp “hraðstrætó” á milli t.d. nemendaíbúða og háskólanna, eða skipuleggja strætó þannig hann sé við stóra skóla/vinnustaði á betri tíma

Eins er mér stundum hugsi til vina minna sem búa í úthverfum stærri borga. Þar fara þau oft á einkabíl heiman frá sér og á næstu “safnstöð” þar sem þau geta lagt bílnum og tekið svo t.d. lest til og frá miðbæ

Ég væri alveg til í að rúlla niður í Ártún, fá að leggja bílnum mínum þar í bílastæðahúsi og taka svo strætó beint niður í bæ. Gæti mögulega sinnt innkaupum og félagslífi nær miðbænum og svo bara keyrt til og frá safnstöðinni í mínu hverfi

2

u/General_Karmine 16h ago

Leið 12, oft seinn og snemma þótt að hann sé bara á stoppistöð nr. 3 á leiðinni sinni. Keyrir stundum vitlausa leið og fer framhjá þá nokkrum stoppum, snýr ekkert við heldur bara áfram. 

1

u/joelobifan álftnesingur. 13h ago
  1. Þurfti að bíða 30 min á milli strætóa. Alltaf seinn

1

u/Framapotari 1h ago

Þessi leið er ekki lengur til, en þegar ég sá hana hugsaði ég alltaf með mér að hún hlyti að vera sú versta:

35 - Rangsælis um Hamraborg

-5

u/gjaldmidill 1d ago

Versta leiðin er að taka Strætó, þess vegna á ég bíl.