r/Iceland • u/Vikivaki • 3d ago
Hildur segir af sér til að forðast átök - Vísir
https://www.visir.is/g/20252768677d/hildur-sverris-dottir-haettir-sem-for-madur-thing-flokksinsAndlit fylgistapsins að hætta. Er hennar starf sem blóraböggul og frekja lokið? Allt á upp leið fyrir sjalla?
3
u/Upbeat-Pen-1631 3d ago
Hver tekur þá við þingflokksformennskunni?
3
u/Kjartanski Wintris is coming 2d ago
Óli Adolfs, einn af nýju þingmönnunum
Skemmtileg staðreynd, Adolf pabbi hans var fæddur 1942,
2
6
u/Thr0w4w4444YYYYlmao 3d ago
Þvílíkt útspil. Tryggir sér áframhaldandi vinsældir, styrkir ásýnd flokksins og kaupir sér velvild eldri og háttsettari þingmanna. Win-Win-Win.
Það skal segjast að margir aðrir flokkar gætu lært sitthvað af þessu baktjaldamakki, í staðinn fyrir að öskra í fjölmiðlum sem gerir ekkert nema rýra traust flokka.
5
u/Skastrik Velja sjálf(ur) / Custom 3d ago
Að gefa eftir innan raða sjalla er alltaf veikleika merki hjá þeim.
7
2
u/HUNDUR123 Sýktur af RÚV hugarvírusnum 3d ago edited 3d ago
Alltaf pínku fyndið að sjá fólk hérna flöffa þessa sjalla up þegar þeir púlla svona múv.
Maður veit aldrei hvort þetta sé enhvað cope eða enhver tilraun til að afvegaleiða umræðuna.
2
u/finnur7527 3d ago
Af einhverjum ástæðum fékk ég Crying Game með Boy George á heilann þegar ég las þetta.
2
u/Historical_Tadpole 23h ago
Held að þetta skipti litlu máli, maður hefur tilfinningu um að xD, eða heldur hugmyndafræði flokksins, hafi lítil af raunverulegum svörum við vandamálum landsins. Og að það hafi brotist út í eilífu menningarstríði og átökum innan hans. Nú er hún, Áslaug, Bjarni Ben og Kolbrún öll svo gott sem komin á bekkinn og eiga líklega ekki endurkvæmt í forystu flokksins og það er ekki gott PR fyrir flokk sem selur sig sem einhverskonar stöðugleikabatterí að hafa engan stöðugleika sjálfur.
Þetta lagar ekki neitt, xD þarf að ákveða sig hvort hann sé businessvæn miðjuflokkur eða miðflokkurinn. Getur ekki verið bæði.
0
u/ButterscotchFancy912 3d ago
Ég þekki gengið. Innfæddur. Þetta er allt bara grín á kostnað okkar. 😆😁 Ég á ekki kvota
1
u/daggir69 3d ago
Er einhvað áhugavert sem gæti komið útúr þessu ?
Eru þetta ekki ekki bara táningsverkir í sjöllum?
17
u/Johnny_bubblegum 3d ago
„[Ég] er þeirrar skoðunar að engum sé greiði gerður með því að etja þingflokknum út í átök á borð við slíka atkvæðagreiðslu,“ skrifar Hildur. „Ég hef því ákveðið að hætta sem formaður þingflokksins áður en til hennar kemur.“
En þau í flokknum elska “lýðræðisveisluna” sem eru atkvæðagreiðslur, þegar flokkurinn talar með sinni rödd. er það kannski bara spari þegar úrslitin eru vituð fyrirfram?