r/Iceland • u/Kryddmix • 2d ago
Balti framleiðir og leikstýrir að hluta tug milljón punda sjónvarpsþáttaröð fyrir BBC sem kom út fyrr í vikunni. Afraksturinn fellur í grýttan jarðveg.
https://www.youtube.com/watch?v=anS9xQEPTsUÞetta áttu víst að vera sögulegir spennuþættir í stórbrotnum stíl en eitthvað virðist hafa farið úrskeiðis. Bresku blöðin eru flest að gefa þáttunum 2 stjörnur af 5 mögulegum. Maður er nú samt ennþá pínu forvitinn að sjá afraksturinn. Þetta var tekið upp á Íslandi og fullt af Íslendingum í credit listanum. Högni Egils samdi líka tónlistina. Mér skilst að þetta sé sýnt á HBO Max á Norðurlöndunum.
Edit: Reyndi að horfa á fyrsta þáttinn en gafst upp eftir hálftíma. Handritið er lélegt og allur díalógur mjög stífur og tilgerðarlegur. Ingvar E talar ensku með þykkum hreim.
6
u/svarkur 2d ago
Úff já, ég þekki mikið af fólki sen vann við þættina og finnst mjög vel að leikmynd og búningum staðið, en þættirnir eru bara hvorki spennandi né skemmtilegir 😬
15
u/Ljotihalfvitinn Sultuhundur:doge: 1d ago
Þetta er íslensk kvikmyndagerð í hnotskurn.
Heimsklassa umgjörð í kringum glötuð handrit.
6
u/MrSambourne 1d ago
Ekkert lítið niðurdrepandi útlit á flestu í þessum þáttum. Eins og hertogar, kóngar og önnur fyrirmenni á þessum tíma hafi bara sætt sig við brúna sveitagalla og leður brynjur. Þessi litlu stafafuru og lúpínu rjóður hjálpa ekki við að draga mann inn í þættina. Allt virkar frekar þröngt. Vistarverur Edward konungs ómerkilegar og hann virðist vera krýndur í litlu herbergi, gamla kirkjan í Winchester var að öllum líkindum mun veglegri en þetta.
Þessi kastali sem á að vera staðsettur í London er líka mjög lame

3
u/Morvenn-Vahl 17h ago
Þetta er rosalega tölvugerður kastali.
1
u/Villifraendi Íslendingur 49m ago
Ég hélt akkúrat að þetta væri bara skjákort úr mount and blade leiknum.
6
u/daggir69 2d ago
Hefur Balti nàð að gera einhvað gott sjónvarpsefni eftir að hann bjó til Hollywood í Gufunesi?
6
3
2
1
u/LeighmanBrother 21h ago
Mér fannst þetta bara ágætir þættir. Horfði á síðasta þáttinn í gær.
Mikið sem hefði getað verið betur gert og þetta er ekkert GOT eða Vikings quality en betra en mikið annað. Solid 7/10 imo.
15
u/Kleina90 2d ago
Ég er ekki búinn að horfa en mun gera það bráðlega.
Þegar ég skoða umfjallanir um þetta þá velti ég fyrir mér hvernig Íslensk kvikmyndagerð er of oft svo mikið miðjumoð, samtöl svo stirð, saga illa sett up og lítið innihald..