r/Iceland 6d ago

Lífeyrirsjóðskerfið

Jæja. Ég var að skoða hver lífeyrirsréttindin mín verða þegar ég hætti að vinna og samkvæmt lífeyrirsgáttinni er það skammarlega lágt, langt undir framfærsluviðmiðum. Þá hef ég ekki tekið með hækkandi verðlag. Eru einhverjum fleirum sem blöskra þegar þau skoða þetta?

Ég hef samt unnið frá því ég var ungur en launin voru auðvitað mjög lág á þeim tíma og því var greitt minna í sjóðinn. Lenda ekki allir í þessu þá því laun og verðlag mun alltaf hækka?

Þessi auka skattur er glataður. Þetta kerfi er glatað. Ég hefði viljað að þetta færi frekar inn á læstan reikning á mínu nafni og ávaxtast þar og erfast.

Annars er þetta örugglega allt í lagi kerfi fyrir hálaunafólk enda gera þau ekki annað en að lofsyngja þessu blessuðu lífeyrirssjóði. Lífeyrirsjóði sem gambla með peningana okkar hægri vinstri. Þeir fjárfesta líka í fyrirtækjum og vilja ekkert koma að stjórnun þeirra sem gefur auðmönnum færi að kaupa sig inn og hreinsa allar eignir og hagnað til sín. Svo situr fólk á ofurlaunum við stjórnun þessara sjóða, um 300k fyrir 1 klst vinnu á mánuði.

20 Upvotes

22 comments sorted by

32

u/foreverbored18 5d ago

Lífeyrissjóðakerfið okkar er talið vera það næst besta í heimi, og allir sem þekkja til stjórnsýslu og fjármálalæsi almennings vita að það væri skelfileg hugmynd að treysta borgunum til að sjá um þessi mál sjálf.

Þetta kerfi er auðvitað byggt á sama kapítalíska kerfi og annað tengt launagreiðslum. Þetta þýðir að þeir sem eru nú þegar að fá meira greitt, fá einnig meira greitt seinna. Það er ólíklegt að það breytist á næstunni þar sem það er enginn vilji hjá almenningi að breyta efnahagskerfinu eins og það leggur sig.

Ef þú hefur áhyggjur þá væri best að reyna að eiga sem mest í fasteign áður en þú hættir að vinna og eiga viðbótarlífeyrissparnað þar sem atvinnurekandinn greiðir 2% á móti þér. Eða bara gera eins og flestir forfeður mínir og deyja áður en þú ferð á eftirlaun 🤷‍♀️

13

u/arctic-lemon3 Hægri-Kommi 4d ago

Sæll félagi. Lífeyriskerfið á Íslandi er með því besta sem gerist í heiminum. Ég skal útskýra það í einföldu máli.

Tekið skal fram að ég ætla ekki að fjalla um öryrkja og fólk í endurhæfingu. Það er önnur umræða þó að kerfið sé skylt.

Þrjár stoðir lífeyriskerfisins eru eftirfarandi:

  • Almannatryggingakerfið (ellilífeyrir) er grunnstoð kerfisins. Þó þú hafir aldrei borgað í lífeyrissjóð, eða eigir litla sem enga inneign, þá tryggir samfélagið þér framfærslu í ellinni eftir ákveðnum reglum, sjá hér: https://island.is/s/tryggingastofnun/upphaedir-ellilifeyris

Í fullkomnum heimi þyrfti enginn að fá ellilífeyri, en við búum ekki í fullkomnum heimi og þess vegna erum við með þetta kerfi til að grípa alla. Karlmenn fæddir eftir ~1960 og konur fæddar eftir ~1980 munu þurfa minni stoð almannatrygginga en fyrri kynslóðir, þökk sé skyldulífeyrissparnaði.

  • Skyldutrygging lífeyrissjóðanna er önnur stoð kerfisins og sú mikilvægasta. Þetta eru þessi klassísku mánaðarlegu eftirlaun. Þú og vinnuveitendur þínir borga í sjóð alla starfsævina, og þú dregur laun úr sjóðnum að starfsferli loknum

Það er mikilvægt að huga að því að við erum þátttakendur og eigendur í lífeyrissjóðunum okkar. Yfirleitt eru ársfundir lífeyrissjóða illa sóttir, en öllum er yfirleitt frjálst að bjóða sig fram. Hver sjóður setur sínar reglur, sér um sína ávöxtun, en ríkið setur leikreglurnar fyrir þessa sjóði. Ef þú ert ósáttur við laun stjórnarmanna eða annað í rekstri lífeyrissjóðsins þíns, þá er um að gera að gerast virkur þátttakandi í starfinu.

Á árum áður var það valfrjálst að borga í lífeyrissjóð, en það olli auknu álagi á almannatryggingakerfið. Sú ákvörðun var tekin að skylda fólk til að greiða í lífeyrissjóð.

  • Viðbótarlífeyrissparnaður er þriðja stoð kerfisins. Launafólki er frjálst að leggja eftir ákveðnum reglum meira fyrir en kveðið er á í lögum um skyldutryggingu. Þessi sparnaður er séreign launþegans og ekki sett í sama pott og samtryggingin í skyldusparnaðinum.

Þetta er í raun þessi reikningur í þínu nafni sem þú ert að tala um. Þú átt þennan pening. Þér er frjálst að skipta um vörsluaðila ef þú vilt. Þú ræður hvort þú borgar í þennan sparnað eða ekki. Það eru fjárhagslegir hvatar í kjarasamningum að borga í viðbótarlífeyrissparnað, enda er það almennt öllum til góðs.

Ég vona að þetta hjálpi þér að skilja kerfið.

En hvað er svona gott við kerfið okkar?

Stóri kosturinn við okkar kerfi er að þú fjármagnar eigin lífeyri (í flestum tilfellum). Ef þú skoðar bestu kerfi í heiminum þá sjáum við lönd eins og Holland og Norðurlöndin eru með svipuð þriggja stoða kerfi sem í flestum tilfellum eru eiginfjármögnuð. Frakkar og Þjóðverjar eru með öðru vísi kerfi þar sem núverandi launagreiðendur fjármagna þá sem eru nú á ellilífeyri. Gallinn við slík kerfi er að mismunandi stærðir kynslóða geta sett mikið álag á minni kynslóðir.

Breska kerfið er svipað okkar, nema hvað þeirra almannatryggingar eru hlutfallslega verri og því hætt við meiri fátækt hjá þeim sem eiga lítil eða engin réttindi til eftirlauna.

Kerfið okkar er hannað til langs tíma, til að takast á við sveiflur í efnahag og þjóðarsamsetningu. Það er ekki fullkomið, ekkert kerfi er það, en við getum í það minnsta verið nokkuð ánægð með þennan hluta samfélagsins.

Af hverju á ég þá svona lítið inni?

Það er engin leið að áætla verðbólgu, ávöxtun sjóðsins og launakjör þín næstu 20? 30? 40? árin. Hreinar ágiskanir væru frekar villandi. Haltu áfram að greiða inn í kerfið eins og þú getur, reyndu að vera ábyrgur í fjármálum og taka skuldir yfir efni fram.

Þessi auka skattur er glataður

Þetta er ekki skattur, þetta er bara þú að leggja í sameiginlegan sjóð til ellinnar. Vonandi ertu líka að leggja í séreignarsjóð!

Þetta kerfi er bara gott fyrir hálaunafólk

Þvert á móti þá er kerfið í heildina hagstæðara (hlutfallslega) fyrir þá lægra launuðu. Skyldulífeyrir er í hlutfalli við tekjur, en almannatryggingar eru fjármagnaðar að miklu leyti af tekjuhærra fólki í gegnum hærri skattgreiðslur. Sem er bara gott og rétt.

Svo er launajöfnuður á landinu allt önnur umræða sem ég ætla ekki að fara út í hérna.

Lífeyrissjóðir gambla bara og þiggja 300k fyrir 1klst á mánuði. Taka ekki þátt í stjórnum fyrirtækja o.fl.

Reddu við aðra meðlimi í sjóðnum þínum og mættu á aðalfund. Ef þú ert ekki sáttur með rekstur sjóðsins þíns þá máttu ekki gleyma því að við erum eigendur og þátttakendur og berum ábyrgð. Þetta er lítið þjóðfélag og með þrautseigju er hægt að hafa veruleg áhrif þó þú sért ekki fæddur í réttu ættina.

1

u/Fakedhl 4d ago

Mjög flott komment.

13

u/Kryddmix 5d ago

Séreignarlífeyrissparnaður erfist

10

u/Tussubangsi 5d ago

Ef þú greiðir í lífeyrissjóð fulla starfsævi þá ættir þú að eiga réttindi sem borga ca 2/3 af meðallaununum þínum þann tíma (uppreiknað miðað við framfærslukostnað yfir árin).. Séreignarsparnaðar getur dekkað restina og jafnvel meira ef þú hefur greitt í hann allan tímann og ekki notað hann í húsnæðislán.

Það eru helst tvær ástæður fyrir því að lífeyrisgáttin sýnir mjög lága tölu.

Líklegast ertu bara að sjá áunnin réttindi nú þegar, sem eru sú upphæð sem þú fengir við 67 ára aldur ef þú hættir að vinna í dag og myndir ekki greiða neitt meira í lífeyrissjóð það sem eftir er. Ég skoðaði eigin réttindi nýlega og þá birtist þetta svona í gáttinni. Flestir sjóðir geta líka sýnt réttindi miðað við áætlaðar framtíðargreiðslur, en ég er ekki viss um að gáttin bjóði upp á það.

Ég veit ekki hvar þú ert að skoða réttindin, en ef þú hefur unnið á mörgum stöðum þá gætir þú hafa greitt í marga lífeyrissjóði og þau réttindi eru ekki alltaf öll sýnileg. Ég get td ekki séð réttindi hjá SL í gegnum LSR, og ég sé ekki LSR ef ég skoða réttindin í gegnum frjálsa. Ég held samt að gáttin sýni alla sjóðina.

11

u/mineralwatermostly 5d ago

Í stystu máli: sammála.

4

u/Only-Risk6088 4d ago

Ég var með sömu skoðun þangað til ég kynnti mér lífeyrissjóðina. Þú ert líka að borga í tryggingu þegar þú borgar í lífeyrissjóð, örorku og makalífeyrir t.d

Ávöxtun lífeyrissjóða hefur verið fín, getur séð tölur hjá aurbjorg.is og ll.is svo þarftu að reikna með greiðslum frá TR samhliða lífeyrissjóðum ef þú átt lítil réttindi.

-14

u/sofaspekingur 5d ago

Hefurðu kynnt þér þýsku sjóðina sem eru að bjóða upp á lífeyrisréttindi á Íslandi?

17

u/BunchaFukinElephants 5d ago edited 5d ago

Vonlaus ávöxtun á þeim sjóðum og glæpsamlega há gjöld sem þú greiðir. Svo bætist gjaldeyrisáhætta ofan á það allt saman.

Ekki setja peningana þína í þýskan lífeyrissjóð.

3

u/svomar79 5d ago

Versta ráð sem ég hef lesið lengi og þó af nógu að taka, einu sjóðirnir sem bjóða þér tryggðan höfuðstól er Allianz og Bayern, engin íslensku séreignarsjóðana bjóða það, þýsku sjóðirnir allir búnir að lifa af heimsstyrjaldir og tryggðir af þýska ríkinu, nánast allir sem áttu séreign eða viðbótarsparnað í íslensku sjóðunum fyrir hrun töpuðu öllu. Há gjöld fyrstu árin en lægri í heildina en flestir íslensku sjóðirnir yfir samningstímann á meðan í skilmálum íslensku sjóðanna kemur fram "breytilegur kostnaður" sem beinlínis þýðir að þeir geta sett þann kostnað sem þeim sýnist á sparnaðinn þinn, galið að greiða í slíkan sjóð. Skyldu lífeyrissjóðirnir ákváðu allir að Tilgreinda séreignin (aukið mótframlag vinnuveitanda í lífeyrissjóð) færi bara beint í hefðbundinn sjóð hjá sér í stað þess að setja það sjálfvirkt í séreign fyrir alla þegar það var búið til, í staðinn þurfa allir að sækja sérstaklega um að það fari í séreign og þannig hafa þeir hreinlega rænt hundruðum þúsunda á ári af hverjum einasta launamanni á Íslandi síðustu ár. Evran hefur farið úr 85 krónum í 145 síðustu 20 árin og að halda að það sé líklegt til langs tíma að það eigi eftir að breytast og skapa áhættu er fáránlegt, okkar örgjaldmiðill mun aldrei geta staðið sig betur en evra.

4

u/Tussubangsi 5d ago edited 5d ago

Þetta eru mjög slæm ráð. Fólk dásamar þýsku sjóðina fyrir að vera gamlir, en þeir eru líka með miklu hærri kostnað en þeir íslensku og ef þú skoðar smáa letrið í samningunum sem er otað að fólki þá sérðu að þeir eru með mjög lága ávöxtun. Þeir fjárfesta í mjög áhættulitlum eignum eins og þýskum ríkisskuldabréfum sem bera litla sem enga vexti. Smáa letrið tekur þetta meira að segja fram, einn samningur sem ég skoðaði tiltók td 1.5% meðalávöxtun.

Þú getur grætt á gengismuninum, eða ekki, en jafnvel þótt evran færi úr 145 í 300 þá myndi það ekki vega upp muninn á 1.5% og 5% ávöxtun yfir 40 ára tímabil. Ekki gleyma heldur að taka með í gengisáhættureikninginn að ef evran hækkar alltaf og hækkar yfir árin, þá ert þú að leggja inn færri og færri evrur í sjóðinn í hverjum mánuði því framlagið sem er dregið af laununum þínum byrjar alltaf sem krónur.

Btw, tilgreinda séreignin er ekki töpuð þó hún fari ekki í séreign, ef hún fer í almenna lífeyrissparnaðinn þá kemur hún til baka sem hærri lífeyrisréttindi í framtíðinni. Það er hægt að skoða þetta allt í reiknivélum lífeyrissjóðanna.

1

u/svomar79 5d ago

Sjóðurinn sem ég greiði í hjá Bayern er með rúmlega 9% ávöxtun að meðaltali á ári síðustu 5 árin. Kostnaðurinn af samningum eins og þeim sem ég greiði í er á milli 1,35-1,88% yfir samningstíma sem er undir meðaltali allra sjóða í boði hér. Sá sjóður fjárfestir í 200 stærstu fyrirtækjum heims. Sá sjóður er einnig með lokabónus uppá 4% ef þú greiðir allan samningstímann.

Tilgreinda séreign getur þú byrjað að taka út 62 ára og hún erfist að fullu þar sem þetta verður þinn peningur, ekki bara réttindi í sjóði sem þú veist ekki hvort þú fáir nokkurn tímann eitthvað útúr. Þetta átti aldrei að fara í hefðbundinn Lífeyrissjóð enda heitir þetta Tilgreind séreign. Lífeyrissjóður greiðir þér í kringum 56% af meðallaunum síðustu 40 ára en tveir sjóðir hafa á síðustu tveimur árum lækkað greiðslur úr sjóðum sínum um 10%-12% og er í dag ekkert sem stoppar þá í að lækka það meira. Einnig hefur aldurinn verið færður uppí 70 ára til að ná fullum réttindum en fæstir vita af því og fæstir lifa nógu lengi til að ná tilbaka úr þessum sjóðum bara því sem þeir greiddu í þá. Ef ég hrekk upp af daginn fyrir 67 ára afmælis daginn fær konan mín skammarlega lágan maka lífeyrir í smá tíma og börnin mín ekkert. Þá mun ég hafa greitt í sjóðinn í 54 ár.

Það greiða um 40 þúsund Íslendingar í sjóði hjá Bayern og um 14 milljón Þjóðverjar, það eru 19 íslenskir séreignasjóðir með færri en 1000 manns, þessir sjóðir munu aldrei standa undir sér. Bayern Líf er stærsti séreignasjóður á Íslandi og annar af bara 2 sem tryggja höfuðstólinn.

Kostnaður við rekstur Lífeyrissjóða á ári er næstum 45 milljarðar á ári, á sama tíma halda þeir því fram að þessir erlendu sjóðir séu með hærri kostnað, þetta er beinlínis hlægilegt.

-10

u/sofaspekingur 5d ago

Ég skil ekki hvað þú átt við með gjaldeyrisáhætta þetta er í evrum. Frekar sé stöðugur gjaldmiðill miðað við krónuna ....

13

u/BunchaFukinElephants 5d ago

Ef þú sparar í evrum en færð lífeyri greiddan í krónum, þá skapar gengisbreyting áhættu. Ef evran veikist gagnvart krónu færðu færri krónur útborgaðar, ef krónan veikist færðu fleiri.

Gjaldeyrisáhættan felst í því að þú veist ekki hvaða gengi verður þegar þú þarft á peningunum að halda. Hún getur unnið með þér eða á móti þér.

-3

u/sofaspekingur 5d ago

Þegar maður skoðar söguna sér maður að krónan er miklu sveiflukenndari en evran. Svo er verðbólgan minni mæld í evrum.

6

u/UpsetTomato6 5d ago

Hvaða máli skiptir að það er minni verðbólga í evrum í tengslum við séreign?

-1

u/sofaspekingur 5d ago

Því hann er að tala um íslenska lífeyrissjóðakerfið. Það eru til fleiri lausnir.

3

u/UpsetTomato6 5d ago

En það ætti ekki að skipta máli varðandi ávöxtun

-1

u/sofaspekingur 5d ago

VPV var stofnað 1827. Kennitala íslenska lífeyrissjóðsins sem ég var hjá er stofnuð 1990.

4

u/UpsetTomato6 5d ago

Hvað er ca 5 ára ávöxtun hjá þér?

3

u/Only-Risk6088 4d ago

Vpv er líklega allra versti kosturinn af þessum erlendu sjóðum

https://vb.is/skodun/islenska--sereignin-leggur-thyska-stalid/