r/Iceland • u/stigurstarym • 5d ago
Lífeyrirsjóðskerfið
Jæja. Ég var að skoða hver lífeyrirsréttindin mín verða þegar ég hætti að vinna og samkvæmt lífeyrirsgáttinni er það skammarlega lágt, langt undir framfærsluviðmiðum. Þá hef ég ekki tekið með hækkandi verðlag. Eru einhverjum fleirum sem blöskra þegar þau skoða þetta?
Ég hef samt unnið frá því ég var ungur en launin voru auðvitað mjög lág á þeim tíma og því var greitt minna í sjóðinn. Lenda ekki allir í þessu þá því laun og verðlag mun alltaf hækka?
Þessi auka skattur er glataður. Þetta kerfi er glatað. Ég hefði viljað að þetta færi frekar inn á læstan reikning á mínu nafni og ávaxtast þar og erfast.
Annars er þetta örugglega allt í lagi kerfi fyrir hálaunafólk enda gera þau ekki annað en að lofsyngja þessu blessuðu lífeyrirssjóði. Lífeyrirsjóði sem gambla með peningana okkar hægri vinstri. Þeir fjárfesta líka í fyrirtækjum og vilja ekkert koma að stjórnun þeirra sem gefur auðmönnum færi að kaupa sig inn og hreinsa allar eignir og hagnað til sín. Svo situr fólk á ofurlaunum við stjórnun þessara sjóða, um 300k fyrir 1 klst vinnu á mánuði.
-8
u/sofaspekingur 5d ago
Ég skil ekki hvað þú átt við með gjaldeyrisáhætta þetta er í evrum. Frekar sé stöðugur gjaldmiðill miðað við krónuna ....