r/Iceland 5d ago

Eitthvað að gerast í vetur?

Er eitthvað spennandi að gerast í vetur? Hátíðir eða tónleikar? Hvar finnast svona upplýsingar? Ég veit bara af facebook events og grapevine.

26 Upvotes

24 comments sorted by

44

u/birkir 5d ago edited 3d ago
  • gaurinn sem spilar á orgelið í soundtrackinu á Interstellar er að fara að spila það í Hallgrímskirkju í nóvember

  • múm eru að gefa út plötu í september, verða með tónleika í Eldborg í nóvember

  • múgíson og sinfó í nóvember

  • iceland airwaves í nóvember

  • jet black joe, skálmöld og gusgus öll með tónleika í október

  • kvikmyndin Eldarnir kemur út 11. september

edit: Botnleðja Búdrýgindi var að spila áðan

10

u/Foldfish 5d ago

Ekki vissi ég af orgel tónleikum með Roger Sayer í nóvember. Ég þarf greinilega að gera mér ferð til Reykjavíkur þá

2

u/birkir 5d ago

sjáumst á fremsta bekk ⛪

1

u/PolManning 4d ago

edit: Botnleðja var að spila áðan

Ha? Hvar?

4

u/birkir 3d ago

á Catalina í Hamraborg

EDIT: jesús, ég skrifaði einhvern veginn Botnleðja í staðinn fyrir Búdrýgindi

12

u/Spekingur Íslendingur 5d ago

Ég er ekki alveg 100 á því en ég held að það eigi að snjóa. Höfum það samt bara svona á milli okkar.

5

u/Thebiggestyellowdog 4d ago

Lofa að segja engum!

14

u/starari 5d ago

The Vintage Caravan - Útgáfutónleikar nýrrar plötu í Silfurbergi, Hörpu 14. Nóvember

9

u/kynismos 5d ago

Sinfó er með spennandi dagskrá 🙂

9

u/Calcutec_1 sko, 5d ago

Extreme Chill festival er næstu viku.

klikkað lineup í ár.

https://www.extremechill.org/artists2025

3

u/gerningur 4d ago

Hmm þetta virðist hafa stækkað. Var venjan að hafa mörg venue?

2

u/Calcutec_1 sko, 4d ago

Jà nokkur àr síðan

4

u/PatliAtli fór einu sinni á b5 til að komast á búlluna 5d ago

mugison í Hljómskálanum, mæli stranglega með því

2

u/MindTop4772 5d ago

Ef þú ert að leita eftir tómstundum, þá byrjar körfubolta tímabilið núna í september, önnur deildin r frekar opin og krefst ekki mikils.. Bóklestur er alltaf klassík. Göngutúrar (ef veður leyfir LoL). Mma í öskjuhlíð, crossfit? nexus er með allskonar spil. Elko með tölvuspil. Það finnast bjórklúbbar (eins og saumaklúbbur bara með bjór, versta er að flestir af þeim sem ég veitnum eru Harðir liverpool aðdáendur ☠️☠️☠️). Stangveiðifelag Reykjavíkur er með fluguveiði æfingar í kennó. Einhverjir veitingarstaðir eru kannski enn að bjóða uppá matreiðslunámskeið. 👀🤷🏼‍♂️

að finnast mikið ef þú nennir að leita, en, það getur líka reynst erfitt að finna það sem þig langar að gera. 🙏🏻🙏🏻

3

u/mannskoti 4d ago

Sign eru með útgáfutónleika á plötu þeirra Víddaflakk 26. sept í bæjarbíó!

2

u/Dabbsterinn 3d ago

Víkingafélagið Rimmugýgur tekur við nýliðum 2. Sept í Hafnarfirði, getur fundið meira info á fésbókarsíðunni þeirra

7

u/oliprik 5d ago

Ég er basic bitch og keypti bara miða á Iceguys í desember. Það var stuð í fyrra.

6

u/joelobifan álftnesingur. 4d ago

Fólk hérna er svo sorglegt að downvota þetta. Þetta er svo mikið r/redditmoment

1

u/bwibbwz 5d ago

Erkitíð er áhugavert nútíma tónlistarhátíð. https://www.erkitid.is/

0

u/Independent-Shape552 5d ago

Iceguys tónleikar!

0

u/joelobifan álftnesingur. 4d ago

Ekkert sérstakt. Fótbolti byrjaður aftur út í heimi, landsleikir, evrópu ævintýri hjá blikum og spennandi loka spretur í bestu deildinni