r/Iceland 4d ago

Telur að fleiri fyrir­tæki muni ráðast í upp­sagnir - Vísir

https://www.visir.is/g/20252769100d/telur-ad-fleiri-fyrir-taeki-muni-radast-i-upp-sagnir

Byrjar djöfulsins vælið.

41 Upvotes

27 comments sorted by

56

u/derpsterish beinskeyttur 4d ago

Þá setjum við lög um að skila verði inn ónýttum kvóta - án endurgjalds.

36

u/iceviking 4d ago

Og einfaldlega að vinnsla á íslenskum fisk megi ekki fara úr landi

20

u/Kjartanski Wintris is coming 4d ago

Þetta, hiklaust og hundrað próaent þetta

81

u/Johnny_bubblegum 4d ago

Sjávarútvegurinn hefur hingað til aldrei hagrætt og aldrei rekið fólk og skilið heilu bæjarfélögin eftir í rústum.

Og það er ekkert annað sem hefur haft neikvæð áhrif eins og sterk króna, og aðrir kostnaðarliðir sem hafa hækkað (eins og maðurinn sagði).

Neibb þetta er bara veiðigjöldum að kenna og engu öðru.

4

u/Spekingur Íslendingur 3d ago

Spurning hvort það væri ekki miklu betri hagræðing hjá þessum fyrirtækjum að ef það stendur svona illa hjá þeim að fækka við sig stjórnendum eða að minnsta greiða þeim ekki himinhá laun. Venjulega þegar fyrirtæki er í halla þá er til dæmis arður ekki greiddur út. Ætli þessi fyrirtæki sleppi því núna?

-5

u/kuldastrekkingur 4d ago

Hvað myndir þú gera ef þú værir í iðnaði sem fengi á sig að jafnaði 100% skattahækkun og eftir hana þyrftir þú að borga, með öllum öðrum sköttum, 70% skatt af hagnaði. Myndir þú EKKI hagræða?

15

u/Ravenkell Ísland, bezt í heimi! 4d ago

Alveg getur þetta fólk grenjað yfir að sitja á aðal náttúru auðlind Íslendinga og þurfa loksins að borga eitthvað fyrir það. Fólkið sem ræður þessu er enn þá ríkasta fólk landsins, ef þetta er svona erfitt getur það selt kvótann aftur til ríkisins og þjóðin getur séð um þetta

41

u/Brolafsky Rammpólitískur alveg 4d ago

Hahah akkúrat.

Það sjá allir í gegnum þetta með fyrirtækið í Eyjum sem lokaði. Þetta var bara feiluð tilraun, en auðvitað nota þeir veiðigjöldin sem afsökunina fyrir lokun fyrirtækisins og uppsögn 50-60 manns.

39

u/Vigdis1986 4d ago

Auðvitað gera fyrirtækin það, þau voru búin að segjast ætla gera það. Gera það til að halda andliti sama hvort þau þurfa þess eða ekki.

PS. Þau þurfa þess ekki

-27

u/kuldastrekkingur 4d ago

Heldur þú í alvörunni að fyrirtæki reki starfsfólk og loki fiskvinnslu (sem btw eykur verðmæti fisksins sem það veiðir) bara til þess að hefna sín á ríkinu?

20

u/AngryVolcano 4d ago

Í fyrsta lagi - já. Í öðru lagi, þetta tiltekna fyrirtæki var á kúpunni óháð veiðigjöldum. Þetta var tilraun sem heppnaðist ekki. Veiðigjöldin eru bara fyrirsláttur.

29

u/Grettir1111 4d ago

Já? Eingöngu til að halda andliti og þrýsta þeim niður

14

u/tastin Menningarlegur ný-marxisti 4d ago

Já, þannig hafa auðmenn alltaf gert og munu ávalt gera.

-9

u/kuldastrekkingur 4d ago

Nú okei, komdu með sambærilegt dæmi

9

u/Brolafsky Rammpólitískur alveg 4d ago

Skv ársreikningi 2024 fyrir árið 2023;

"Hluthafar. Í upphafi árs voru hluthafar þrír, en í lok árs var einn hluthafi."
Hluthafar í upphafi árs voru Vinnslustöðin hf með 0 hluti, Saga Seafood með 400,000 hluti, Sigurjón Óskarson með 400,000 hluti, og Baldur ehf með 1,200,000 hluti.

Í lok árs tilheyrðu allir 2,000,000 hlutir Vinnslustöðin hf.

Árið 2022 var fyrirtækið með 2.582.276.155kr í rekstrartekjur á móti 1.620.722.189 í kostnaðarverð

Árið 2023 var fyrirtækið með 2.395.987.741kr í rekstrartekjur á móti 1.610.360.398kr í kostnaðarverð.

Aðrar tekjur fóru úr 127,9 milljónum í 14,5 milljónir, þar ber helst á að laun og annar starfsmannakostnaður hafi lækkað úr 887.117.280kr í 658.399.477kr en "annar rekstrarkostnaður" hafi farið úr 723.066kr í 200.499.809kr.

Hagnaður fyrir skatt fór því úr 96.915.303kr í -164.634.672kr., eða tekjur þegar allt var gert upp úr 83.646.695kr í -131.711.778kr.

Jákvætt við þetta var þó að eignir fóru úr 1.653.984.447kr í 1.990.707.860kr.

Ég bæti einnig við að fyrirtækið greiddi út 381.375.085kr í arð árið 2022. Það er, arðgreiðsla til hluthafa sem ber 18-22% skatt í stað venjulegu skattþrepana sem laun falla undir.

26

u/Oswarez 4d ago

Cry me a river.

4

u/numix90 4d ago

Getur einhver útskýrt fyrir mér af hverju þessar uppsagnir áttu sér stað? Ég trúi því ekki að það sé vegna hækkunar veiðigjaldanna. Eitthvað segir mér að þetta sé einhvers konar tilbúningur.

11

u/Midgardsormur Íslendingur 4d ago

Augljóslega, það er bara algjör ræpa að það sé ekki hægt að reka arðbæra útgerð eftir þessa hækkun. Það er ekki eins og kvótagreifunum hafi nokkurn tímann verið annt um fólkið sem skapar verðmætin, muniði ekki til dæmis eftir því þegar fólkið fékk frostpinna fyrir að tvöfalda afköst í fiskvinnslu?

1

u/Johnny_bubblegum 3d ago

Lærðu að lesa.

-28

u/nikmah TonyLCSIGN 4d ago edited 4d ago

Þessar hækkanir veiðigjalda mun gera fiskvinnslu að obsolete milliaðila og það er hellingur af fólki að fara missa vinnuna sem vinna við fiskvinnslu.

15

u/Spekingur Íslendingur 4d ago

Það hefur lítið sem ekkert með hækkun veiðigjalda að gera. Fiskvinnslan er að færast mun meira yfir í frystitogarana og er að sjálfvirknivæðast enn meira en hún er nú þegar. Þessar uppsagnir myndu eiga sér stað þó að veiðigjöldin yrðu lækkuð.

4

u/Gunnsi97 4d ago

Þvílíkur þvættingur, það er ekki 1997? Það er akkúrat öfug þróun í gangi, samanber þá staðreynd að það er ekki eitt uppsjávarfrystiskip í íslenska flotanum. Ekki eitt. Það er ein útgerð sem er öflug í rekstri frystitogara en annars eru margfalt fleiri nýsmíðar í flokki ísfisktogara og uppsjávarksipa.

1

u/nikmah TonyLCSIGN 4d ago

Jú, hækkun veiðigjalda hefur áhrif á þann iðnað og það er vissulega rétt að fiskvinnsla eða kannski betra að kalla það landvinnsla á fiski hefur farið minnkandi eftir alla þessa tækniþróun í sjávarútveginum. Ég er ekki klár hver hlutföllin eru af fyrirtækjum sem sinna bæði veiðum og landvinnslu á fiski en þessar "sjálfstæðu" fiskvinnslur eru pottþétt að fara lenda í miklu basli þar sem að þessar hækkanir á fiskverði mun verða til þess að þetta standi varla undir sér.

Veiðar munu halda áfram en það verður mestmegnis fiskvinnsla sem mun fá að finna fyrir því og verða fórnarlamb þessara hækkana.

2

u/BugBagBundle 4d ago

Þessar hækkanir koma vinnslu ekki við, veiðigjöld eru reiknuð eftir allar tekjur og útgjöld.

2

u/Danino0101 4d ago edited 4d ago

Veiðigjöldin eru tvískipt, annarsvegar er svokallað grunngjald þar sem er rukkað fyrir hvert kg uppúr sjó. Á þessu fiskveiðiári eru það sem dæmi rúmar 28 krónur á kíló á þork (á næsta ári hækkar sú upphæð uppí 46kr). Hinsvegar er það auðlindagjaldið sem fer eftir afkomu hverrar útgerðar fyrir sig. Þannig að jú þessar hækkanir koma vinnslu vissulega beint við.

3

u/nikmah TonyLCSIGN 4d ago

.....þessar hækkanir koma vinnslu við á keðjuverkandi hátt. Það er verið að hækka verðið á fiskinum sem veiðigjöldin taka mið af, þ.e. raunverulegt markaðsvirði aflans og sú hækkun er örugglega að fara vera einhver skellur þegar kemur að þessum kostnaðarlið að vinna fiskinn og auka gæði hans á markaði sem er stór þáttur íslenskra sjávarútvegsfyrirtækja.

Nýsköpun og tæknivæðing í íslenskum sjávarútvegi til að ná þessu forskoti á aðra þegar kemur að gæði íslenska sjávarafurða er það sem hefur svolítið verið einblínt á og ég fæ ekki betur skilið en að veiðigjöldin hafi alveg verið að taka tillit til þessara samþættingar, afsláttur þannig séð á reiknistofninn til að skapa nákvæmlega þetta svigrúm fyrir fiskvinnsluna að ná þessari hæfilegri prósentu af lokaverðinu til sín.

Sýnist að núna sé svolítið verið að loka á þetta svigrúm og þessa samþættingu og kostnaðurinn endar á að vera alltof hár og ósamkeppnishæfur fyrir markaði og fiskur mun meira en minna vera sendur erlendis í staðinn til vinnslu.

Þannig skil ég þetta allavega.