Verð aðeins að ranta um
Ég tek ofan fyrir verslunarfólki Sam**** og þetta er ekki gagngrýni á þá heldur verskunarkeðjuna Sam**** og fyrrum eigendur, veit ekki hvort núverandi eru betri en eg vona að þeir sjai þetta og lagi þessi mal
Ég er að vinna í grunnskólanum í bæjarfélaginu mínu, er að fá ca 460-475ķ greitt sem er ekki mikið en dugar þó fyrir frekar rólega vinnu...stundum fæ eg meira en er sjaldan undir þessun tölu.
Allavegana.
Mér er sagt upp á meðan skólinn er lokaður yfir sumarið (eins og flestir sem eru ekki kennarar eða fastráðnir) þannig ég þarf að nota orlofsdagana í 5 vikur og fara svo á atvinnuleysisbætur þangað til að skólinn byrjar aftur.
Þar sem vmst er rosalega seint battery, langt í burtu (ég er fyrir austan) og tekur langan tíma að fá bætur borgaðar þá reynir maður að forðast Vmst og sækir um atvinnu annarstaðar.
Í fyrra fékk ég bætunar fyrir atvinnuleysi fyrir hluta úr júli og Ágúst borgaðar i byrjun Október því þeir taka sér tvo manuði að samþykkja þannig aint no way að eg læt það gerast í ár.
Ég sótti um hjá flestum fyrirtækjum og íþróttarmannvirkjum á svæðinu en þau eru fullmönnuð, meira að segja flokkstjórnun fyrir Vinnuskólann var fullráðin i ár sem tekst sjaldan í mínu bæjarfélagi og það vantaði enga auka bæjarstarfsmenn þannnig sem last resort þá sótti ég sótti um í versluninni í bæjarfélaginu mínu frá 15 júlí til 14 Ágúst sem er eitt launatímabil hjá þeim og þeir tóku mér fagnandi enda high season í gangi og þeim vantar fleiri hendur og sérstaklega +18ára á daginn.
Ég er ráðinn, fæ 2.750kr á tímann og er að vinna frá 9-17 alla virka daga, ekki mínútu meira því það er yfirvinnubann hjá Sam**** og ekki séns að fá helgarvinnu því eigendur, (amk fyrverandi) vilja unofficially hafa skólakrakka (undir 18ára) á þeim vöktum því þau eru ódýrari.
Sem útsýrir gæðamun á S**kaupsbúðum vs Krónan/Bónus enda engin að stýra þessum börnun að meðan Bónus/Krónan hafa yfirleitt þrælfullorðið fólk í vinnu eins og t.d. á Reyðafirði eða Egilsstöðum
Case in point farðu í búðina i mínu bæjarfélagi eða næsta bæjarfélagi um helgar þá sérðu yfirleitt 2-3 starfsmenn sitjandi a koll/upphækkun swipandi tik tok í símanum með air pods í eyrum og ekkert fyllt á það sem er tómt eða er að tæmast i búðinni þó það sé til á bakvið á meðan í Krónunni Reyðafirði þótt að það er klikkað að gera þá lítur búðin þokkalega út enda eldra fólk að vinna sem vinna a daginn og eru vön + hafa comon sense á að fylla á mjolk ofl
Anywho
Ég mæti samviskusamlega i vinnuna, fylli á hina og þessa goskæla, er aðalega á kassa, sé um sjálfsafgreiðsluna, dreg fram ofl ofl verslunartengt og mikið að gera alla daginn enda gott veður fyrir Austan og túristar ut um allt.
Hvað fékk ég borgað fyrir helvíti mikla rush vinnu fyrir 21 vakt (168klst)
Ég fékk 433.000kr fyrir skatt!
Kemur ekki í ljós að ég fæ bara 7.5klst borgaða per dag því 30 mín eru dregin af mér útaf matarhlé þannig í raun var ég bara í 92,5% vinnu eins og aðrir dagvinnustarfsmenn hjá þeim
Mind you ég hafði 0% séns að bæta við mig tímum þvi að jú Sam**** sýnir aðhald í rekstri með því að launasvelta starfsfólk i fullri vinnu en borga stjórnendum upp undir 3.000.000kr á mánuði og fyrverandi forstjóra 4.7000.000kr sem keyrði fyrirtækið nánast í rekstrastöðvun(án djóks þetta eru launin þeirra skv ársskýrslunni 2024)
Eftir skatt fékk ég 312.000kr útborgaðar á debetið því 10% af launum fara á lokaða orlofsbók ..Með orlofi var þetta ca 345.000kr.
Ef ég hefði farið á bætunar hefði ég fengið 299.000kr
Eg spurði ungling sem er að vinna þarna á kassa/sjálfsafgreiðslu allt árið hvað hann er að fá yfir vetrartímann og hann sagðist fá ca 360k útborgað og ca 400k með orlofi...sem er fáranlegt, hann má ekki vinna um helgar því verslunarstjórinn að skipun fyrrum eiganda+rekstrastjóra sem keyrðu þessa keðju í ruslflokk vildu frekar hafa 14-17 ára um helgar til að borga ódýrari laun og hann missti helganar sínar.
Án djóks þannig ef þú ert orðin 18 ára i Sam**** þá þarftu bara að sætta þig við að vera þræll á algjörum lágmarkslaunum, líklega undir þeim? á meðan (fyrverandi) toppanir kaupa sér raðhúsalengjur í Reykjanesbæ.
Þannig verslunarfólk hjá Sam****, þið eigið alla mína samúð að þurfa að standa í þessu vanþakklátum störfum fyrir laun sem eru heilar 20.000kr yfir útborgaðar atvinnuleysisbætur og ofboðslega erfið vinna.
Mikið ofsalega vorkenni ég ykkur að hafa haft þessa stjórnendur sl ár sem borguðu sér fleiri milljónir á mánuði í laun á meðan þið þrælið á launum undir lágmarkslaunum
Á næsta ári fer ég frekar á bætur þegar skólinn lokar en að vinna hjá þessu "fyrirtæki".
Ef núverandi eigendur Sam**** sem er Skeljungur sjá þetta:
Fix this shit fra gömlu eigendum! leyfið dagvinnufólkinu að vinna þannig þau fái 8klst borgaðar + aukavinnu og myndist smá metnaður hjá starfsfólkinu ykkar.