Ég er í hópi sem kallast r/Polandball, þar sem maður gerir myndasögur þar sem sögumennirnir eru kúlulaga lönd. Ég er eini Íslendingurinn sem hefur búið til svona myndasögur svo sem ég veit, og vildi heyra hvað öðrum Íslendingum finnst um þetta. Ég hef gert fleiri svona þannig að ef fólki líkar við þetta get ég sent hinar sögurnar líka.
Ég væri líka til í að heyra hvort ég sé að dreifa ranghugmyndum um Ísland, því ég er bara einn gæji og hef ekki endilega góða hugmynd um hvað Íslendingum finnst almennt
Þetta er gott stuff, en ekki hafa áhyggjur af ranghugmyndum... fólk heldur að allir utan Reykjavíkur búa í torfbæum, íshellum eða snjóhúsum(Fór 2x á ráðstefnu í framhaldsskóla í Tyrklandi um fordóma og staðalímyndir, fyrir 2010)
Þegar ég rugla í útlendingum bulla ég bara eins mikið og ég get og blanda saman ævintýrum og sögum... tröll, gríla, jólasveinar og álfar... stríðið milli þeirra og hvernig víkingarnir gáfu upp á stríðsháttum í skiptum fyrir frið þeirra á milli...
Einu sinni sagði einn vinur minn að hann fór upp að einhverjum túristum sem voru að taka mynd af einhverri styttu, og fór að segja þeim að þetta væri afi hans og kom með allskonar uppspuning bara til þess að rugla í þeim. Hann segir að þetta sé það skemmtilegasta sem hann gerir. Hann er auðvitað í leiklist.
En takk fyrir, ætti ég að senda fleiri myndasögur? Veit ekki hvort fólk hafi einhvern áhuga á þeim hérna
42
u/Total_Willingness_18 Jul 06 '25
Ég er í hópi sem kallast r/Polandball, þar sem maður gerir myndasögur þar sem sögumennirnir eru kúlulaga lönd. Ég er eini Íslendingurinn sem hefur búið til svona myndasögur svo sem ég veit, og vildi heyra hvað öðrum Íslendingum finnst um þetta. Ég hef gert fleiri svona þannig að ef fólki líkar við þetta get ég sent hinar sögurnar líka.
Ég væri líka til í að heyra hvort ég sé að dreifa ranghugmyndum um Ísland, því ég er bara einn gæji og hef ekki endilega góða hugmynd um hvað Íslendingum finnst almennt