r/klakinn Fífl Aug 04 '25

🇮🇸 Íslandspóstur Pylsa, krakkar, pylsa!

Post image
217 Upvotes

63 comments sorted by

29

u/hakseid_90 Aug 04 '25

Pylsa, ekki pulsa

Könguló, ekki kónguló

Harðsperrur, ekki hassperrur

Blóðnasir, ekki blóðnaser

18

u/siggiarabi Fötluð lóðrétt rækja Aug 04 '25

Síðan hvenær byrjaði fólk að segja/skrifa "blóðnaser"

3

u/hakseid_90 Aug 04 '25

Veit ekki með hvort það skrifi blóðnaser, en það eru margir sem hins vegar segja blóðnaser því það er einfaldlega það sem það heyrir þegar talað er um "blóðnasir".

7

u/RegretOrganic9003 Aug 04 '25

Útilega ekki útileiga

3

u/dr-Funk_Eye Aug 05 '25

Borgaðir þú fyrir tjaldstæði?

2

u/True-Term7606 28d ago

Þú gleymdir að skulda mér fyrir tjaldsvæðið

18

u/Numerous-West-4959 Aug 04 '25

Brauðrist, EKKI ristavél

12

u/CumAmore Aug 04 '25

Þú getur ristað meira en brauð í ristavél

2

u/Nariur 28d ago

Hvað, ertu að troða pylsum í brauðristina þína?

3

u/MindTop4772 Aug 05 '25

Fer eftir hverskonar heimilistæki umræðir. Á mínu heimili var ristavél, ekki brauðrist.

Ílangur ferhyrningur þar sem brauðið var lagt flatt niður á grind, og hita element fyrir ofan og neðan hita/rista brauðið og oftar en ekki var brauðisneiðun sett inn með tómatsósu og ost ofan á, (pizzabrauð).

Ristavél og brauðrist geta gert sama hlutin, ristaðbrauð. En þetta eru tvö aðskilin heimilistæki.

2

u/Numerous-West-4959 Aug 05 '25

Hljómar eins og furðuleg brauðrist, eða hreinlega grillofn

2

u/MindTop4772 Aug 05 '25

Þetta var á stærð við hálfan nike skókassa skorinn þversum og gat tekið 2 brauðsneiðar hlið við hlið. Þannig nei, ekki grillofn. Ristavél.

2

u/Numerous-West-4959 Aug 05 '25

OK. Ég skal fallast á að þú hafir átt svokallaða "ristavél"

En þær eru ekki algengar.

Þetta er (einhverra hluta vegna) hæðin sem ég hef kosið að deyja á. Tækið sem er til á hverju heimili er brauðrist

2

u/MindTop4772 Aug 05 '25

Takk. Ég er þér 100% sammála. vélin sem stendur upprétt og maður setur brauðsneiðar ofan í sem síðar "kastar" upp brauðinu þegar það er ristað, heitir brauðrist. 💯💯💯 algerlega og alvarlega sammála.

Ég hef núna eitt 20 mínútum ì að reyna að finna þetta tæki svo èg geti sýnt þér mynd. 😅

1

u/Numerous-West-4959 Aug 05 '25

Þetta er þjóðþrifamál! Tilvist þessa tækis þíns gæti skipt sköpum í umræðunni við afvegaleidda samlanda vora, sem hafa í villutrú ranglega beitt þessu heiti á hina einu og sönnu brauðrist.

1

u/MindTop4772 Aug 05 '25

Það næsta sem ég kemst þessu tæki sem var á mínu æskuheimili, á 80 árunum, er þetta tæki til vinstri. En.

Það var engin hurð og mig langar að segja að tækið var örlítið minna en tækið til vinstri. Við þurftum annaðhvort að veiða brauðið út með fingrunum eða nota ostaskeran, engin bakki, enginn spaði, ekkert. Bara elementið aftast og grind til að halda brauðinu. Start og stopp takkar og snúnings hitastiginu sem við máttum ekki snerta. 😅

2

u/Numerous-West-4959 Aug 05 '25

Augljósir ágallar "ristavélarinnar" hafa bersýnilega orðið þess valdandi að brauðristin hefur borið sigur úr býtum í vali landsmanna á tækjum til að rista brauð.

Nú spyr maður sig: af hverju er þetta ekki á almannavitorði?

Ristavélin var til. En tapaði kapphlaupinu fyrir Brauðristinni.

1

u/MindTop4772 Aug 06 '25

Kannski af því að heimilistækja nördismi var ekki á eins háustigi þá og núna, svo líka internetið, kannski. ? Þó svo að mér þykja kostir ristavélarinnar (sér í lagi framleiðsla á "pizzabrauði") vera mun meiri en gallar hennar. :/ en kannski er það bara nostalgíu èg.

2

u/Numerous-West-4959 Aug 06 '25

Pizzabrauð er óneitanlega mikilvægt innlegg í matarmenningu okkar 80s barna. Klár kostur ristavélarinnar þar á ferð.

En þægindi og notagildi brauðristarinnar til daglegs brúks hafa líklega innsiglað yfirburði hennar á 21. Öld

1

u/hakseid_90 Aug 04 '25

Mikið rétt

1

u/Old_Extension4753 Aug 06 '25

Fyrst það má segja eldavél þá má segja ristavél

0

u/Numerous-West-4959 Aug 06 '25

Ég má alveg segjast vera að svara þér úr símhringinga- og internetvél, en það er samt rangt málfar

3

u/bakhlidin Aug 04 '25

Blóðnaser!?!?!?

2

u/assbite96 Aug 05 '25

Er aðeins of mikið að norðan til þess að dirfast segja harðsperrur.

6

u/RobotronCop Aug 04 '25

Sperðill, ekki pylsa.

Pylsa er eitthvað helvítis tökuorð úr dönsku.

3

u/hakseid_90 Aug 04 '25

Svo sem réttast, en hins vegar tengi ég sperðill við bjúgu/grjúpán, sem ég myndi flokka einnig sem ákveðna pylsu.

1

u/secksy-lemonade Aug 05 '25

Hef heyrt "viltu afriti?" frá ungum kassastarfsmanni fyrir einhverjum árum

1

u/Tyrondor Aug 05 '25

Þegar maður heyrir fullorðið fólk segja kjúttlingur eins og leikskólakrakki.

2

u/hakseid_90 Aug 05 '25

Hver fjandinn, þetta hef ég ekki rekist á hahaha.

1

u/Tyrondor Aug 05 '25

Í alvöru? Hef rekist á það nokkuð oft sjálfur og manni bregður einhvern vegin alltaf.

-10

u/Bon32 Aug 04 '25

Steinn skæri blað, ekki skæri blað steinn

4

u/NobodyL0vesMe Aug 05 '25

guð minn almáttugur

-2

u/Leon_Rekkar Aug 05 '25

YEEESSSS

LOKSINS!!!

....... ekki ertu frá Álftanesi eða sambærilegum stað?

2

u/Bon32 29d ago

Hárrétt min ven, er frá nesinu

7

u/HimalCheese Aug 04 '25

Versla eingöngu við Pulsuvagninn í Skútuvogi.

7

u/Zero_Gravitas Aug 04 '25

Ef einhver skyldi vilja vita afhverju þessar tvímyndir eru til

TLDR: Pulsa er upprunalegi kringdi framburðurinn á y, sem féll annars saman við I

3

u/dr-Funk_Eye Aug 05 '25

Ég hef ekki lesið jafn kynþokkafullt og sexý texta áður. Ég vona að maki þinn (ef þú átt þér svoleiðis) geri sér grein fyrir hvers virði þú ert og baði þig í ást og umhyggju alla daga.

Ég vona að æfi þín verði uppfull af því besta sem mankynið hefur upp á að bjóða.

Takk.

4

u/Gilsworth Aug 05 '25

Mótrök: það er góður siður hjá ungu fólki að segjast ætla fá sér "eina pullu". Ef þú ætlaðir í eina pyllu þá ertu kominn út í vafasamar slóðir.

Segji annars alltaf pylsa sjálfur, en einstöku sinnum verður maður að henda í eina "pullu" til að halda félagsskapnum.

9

u/daggir69 Aug 04 '25

Pulsa er einangrunar plast notað meðfram gluggum

Pylsa er matur.

2

u/dr-Funk_Eye Aug 05 '25

Konan mín gengur í pilsum ég geng í pulsum

2

u/Alliat Aug 05 '25

2

u/Chikuku Aug 05 '25

Allir þessir kassalaga pylsufasistar myndu aldrei henda í svona banger.

2

u/Alliat Aug 05 '25

Ég vil sjá tónlistarmyndband við þetta lag þar sem eitthvað lið er að aka frá Reykjavík til Akureyrar og tekur pulsuáskorunina: Éta pulsu á öllum vegasjoppunum á leiðinni. Þessi áskorun er reyndar alltaf að verða auðveldari og auðveldari. Búið að breyta veginum í Mosó þannig að þar sleppur maður alveg núna og með göngunum sleppur maður við að éta tvær í Hvalfirðinum.
Þú étur þá alla vega tvær uppi á Höfða á leiðinni úr bænum. Tvær í Borgarnesi, eina í Baulunni, Staðarskála, Blönduósi, Varmahlíð, Orkan á Akureyri og svo Leirunesti ef þú ert enn svangur. Það eru þá 9 pullur og kannski tíunda. Gleymdi ég einhverri?

2

u/Chikuku Aug 05 '25

Það er alvöru magapínuáskorun

2

u/goggi_mega Aug 05 '25 edited Aug 05 '25

Mitt framlag: Pylsa = sausage, Pulsa = hot dog

Allar pulsur eru pylsur en ekki allar pylsur eru pulsur.

Ef þú segir "kauptu pylsur á leiðinni heim", þá gæti ég mætt með spægipylsu eða blóðmör. Ef þú segir "kauptu pulsur", þá fer ekki milli mála hvað er umrætt.

1

u/Distinct-Internet432 Aug 06 '25

ÞARNA pulsa er ákveðinn réttur! Meira að segja bara í pakkanum mega þær heita pylsur fyrir mér. En þegar hún er komin í brauð með því sem tilheyrir þá er hún pulsa og það er móðgandi fyrir hana að deila nafni með spægipylsu, bratswurst og öllu hinu

6

u/KlM-J0NG-UN Aug 04 '25

Það segja bókstaflega allir pulsa nema þegar fólk ákveður að segjast segja pylsa

3

u/AggravatingNet6666 Aug 04 '25

Nkl! Segir ekki brundís!

5

u/Saurlifi Fífl Aug 04 '25

Ég elska að borða skur

3

u/lobenhard Aug 04 '25

Maður segir ekki heldur lifrarpulsa eða spægipulsa!

1

u/Low-Word3708 Aug 04 '25

Hahaha 🤣🤣🤣

1

u/Medical_Lead_289 Garðbúi (Suðurnesjabær) 29d ago

Pylsa ef hún er eintóm, (ég fékk mér pylsur í pasta í hádegismat). Pulsa ef hún er í brauði (fékk mér pulsu hjá Bæjarins bestu eftir sund). Þetta er hvernig það er mér er sama hvað þú segir.

1

u/Papa_Smjordeig Aug 05 '25

Pulsa er pylsa í brauði

-1

u/siggiarabi Fötluð lóðrétt rækja Aug 04 '25

Pylsa þegar hún er stök, pulsa þegar hún er í brauði

0

u/Einridi Aug 04 '25

Þú mátt segja pulsa alveg einsog þú mátt segja skur. Enn það er samt alltaf skrifað pylsa.

0

u/Total_Willingness_18 Aug 04 '25

Sumir þurfa að fylgjast betur með reglu 4...

1

u/vikkit25 Aug 05 '25

Handritin heim?