Veit ekki með hvort það skrifi blóðnaser, en það eru margir sem hins vegar segja blóðnaser því það er einfaldlega það sem það heyrir þegar talað er um "blóðnasir".
Fer eftir hverskonar heimilistæki umræðir.
Á mínu heimili var ristavél, ekki brauðrist.
Ílangur ferhyrningur þar sem brauðið var lagt flatt niður á grind, og hita element fyrir ofan og neðan hita/rista brauðið og oftar en ekki var brauðisneiðun sett inn með tómatsósu og ost ofan á, (pizzabrauð).
Ristavél og brauðrist geta gert sama hlutin, ristaðbrauð. En þetta eru tvö aðskilin heimilistæki.
Takk.
Ég er þér 100% sammála. vélin sem stendur upprétt og maður setur brauðsneiðar ofan í sem síðar "kastar" upp brauðinu þegar það er ristað, heitir brauðrist. 💯💯💯 algerlega og alvarlega sammála.
Ég hef núna eitt 20 mínútum ì að reyna að finna þetta tæki svo èg geti sýnt þér mynd. 😅
Þetta er þjóðþrifamál! Tilvist þessa tækis þíns gæti skipt sköpum í umræðunni við afvegaleidda samlanda vora, sem hafa í villutrú ranglega beitt þessu heiti á hina einu og sönnu brauðrist.
Það næsta sem ég kemst þessu tæki sem var á mínu æskuheimili, á 80 árunum, er þetta tæki til vinstri. En.
Það var engin hurð og mig langar að segja að tækið var örlítið minna en tækið til vinstri. Við þurftum annaðhvort að veiða brauðið út með fingrunum eða nota ostaskeran, engin bakki, enginn spaði, ekkert. Bara elementið aftast og grind til að halda brauðinu. Start og stopp takkar og snúnings hitastiginu sem við máttum ekki snerta. 😅
Augljósir ágallar "ristavélarinnar" hafa bersýnilega orðið þess valdandi að brauðristin hefur borið sigur úr býtum í vali landsmanna á tækjum til að rista brauð.
Nú spyr maður sig: af hverju er þetta ekki á almannavitorði?
Ristavélin var til. En tapaði kapphlaupinu fyrir Brauðristinni.
Kannski af því að heimilistækja nördismi var ekki á eins háustigi þá og núna, svo líka internetið, kannski. ? Þó svo að mér þykja kostir ristavélarinnar (sér í lagi framleiðsla á "pizzabrauði") vera mun meiri en gallar hennar. :/ en kannski er það bara nostalgíu èg.
28
u/hakseid_90 Aug 04 '25
Pylsa, ekki pulsa
Könguló, ekki kónguló
Harðsperrur, ekki hassperrur
Blóðnasir, ekki blóðnaser