r/klakinn • u/milky_question • 9d ago
Ég er að flytja til DK
Og mig langar að finna hvort einhver hérna hefur unnið eða býr í DK ?
Ég þekki einn gaur i Ribens sem hefur farið í vinnu og unemployment benefits
Þarf basically opinions að flytja til Dk
25
u/Remarkable-Heat-7398 9d ago
Ekki vera picky, ef það gengur illa að fá vinnu skráðu þig þá hjá starfsmannaleigu (vikar) þær eru ekki jafn shady og hérna á Íslandi og ef þú stendur þig vel hjá einhverjum atvinnurekanda mun hann líklegast ráða þig full time. Ekki flytja bara þangað fyrir atvinnuleysisbæturnar.
Ekki vera auli og læra ekki dönskuna, ég reyndi eins og ég gat og var orðinn frekar sleipur eftir 6 mánuði, vinur minn var auli og lærði ekki stakt orð eftir 3 ár þarna úti en tungumálið opnar á frekari tækifæri fyrir þig.
DK er hella fun og mæli með því að allir prufi það. Fjölskyldu og vinanándin sem Íslendingarnir eru svo vanir draga þó flesta heim á endanum (mig þmt.)
8
u/HUNDUR123 Hundadagakonungur 9d ago
Tek undir þetta með að læra málið. Er almennt komið betur fram við þig ef þú kant enhvað í dönsku. Lærist snögt um leið og þú venst að hlusta á málið.
8
u/ms__marvel 8d ago
Talandi um bætur um leið?
Nei ekki flytja til DK. Þú ert greinilega ekki tilbúinn
2
u/Easy_Floss 8d ago
Er einhver spurning hérna?
Með bætur þá geturu lesið um það á t.d minakasse.dk, held að það tekjur tvö ár eða eitthvað að fá rétt á bóttum, annars geturu líka farið í skóla og geingið rétt á bóttun eftir að þú útskrifast.
2
u/Gilsworth 8d ago
Bjó í Fredericia í 2 ár og var í virkri atvinnuleit á bótum.
Sótti um á fjölda stöðum og stundaði dönskunám til hliðar. Það gékk svo illa fyrir mig að finna mannsæmandi vinnu að ég flutti til baka til Íslands. Það er samt bara mín reynsla og ég var út í rassgati.
Það er ekki gaman að vera á bótum til lengdar, þér líður eins og lífið sé í pásu og það er erfitt að byggja framtíð þannig.
Mæli með að koma þér í vinnu og læra málið.
1
u/Pain_adjacent_Ice 8d ago
Íslenska Blusky er með nokkra Danmerkurbúa, held ég. Mögulega sniðugt að koma sér upp þesskonar tengslaneti fyrir flutninga út.
1
u/Iceiceaggi 3d ago
Besta ráðið sem ég get gefið þér um að flytja til útlanda er að fá sér vinnu fyrst í því landi sem þú ætlar að flytja til annað býður bara uppávandræði. Ekki öll lönd eru eins umburðarlynd og íslandi varðandi að nota bara ensku alltaf í samskiptum.
25
u/HappyBreak7 9d ago
Færð bara atvinnuleysisbætur ef þú borgar í launasjóð í ákveðinn tíma og getur verið á á þeim í takmarkaðann tíma. Og almennar bætur duga rétt svo fyrir heimili og mat. Kannski nema úti í rassgati, eins og Ribe er. En þá er það samt ekkert kóngalíf. Þú færð hvorugt ef þú segir sjálfur upp vinnunni, nema það sé skjalfærð ástæða (veikindi, hræðilegt vinnuumhverfi, mm.).
Og frá manneskju sem býr í DK: Ekki vera auli og koma bara til að sjúga pening úr kassanum.