r/klakinn 1d ago

💩 SAURFÆRSLA 💩 Hvurslags

Post image

Má maður ekki örugglega tuða hérna? Hér fáið þið langloku dauðans. Ok fann hnút í brjósti á miðvikud. kvöldi 23. júlí. Fór akút á heilsugæsluna daginn eftir og þar skrifar læknir strax beiðni í brjóstamyndatöku og ómskoðun. Föstud.25. júlí átti ég von á símtali en heyri ekkert þannig ég hringi. Góðan dag átti von á að vera kölluð í nánari skoðun en hef ekkert heyrt? Stúlkan sem svaraði símanum verður voða ræfilsleg og segir ehhh sko ég get gefið þér tíma eftir 3 vikur því það er enginn læknir sem getur framkvæmt þessa skoðun! Ha? Bíddu ertu að djóka!?? Nei því miður þá eru bara sumarfrí og blablabla! Hringdi á alla staði á Íslandi sem sérhæfa sig í brjóstaskoðun og alltaf sama sagan það eru allir í fríi!! Meiri að segja hringdi ég í heilskannann og það var ekkert laust! Sem sagt ekki fá æxli í brjóst á Íslandi yfir sumartímann thank you very much! Endaði að ég gúgglaði einkaklinik í DK og mér var boðinn tími á mánud. 28. júlí kl. 09:00! Fékk að vita eftir ómskoðunina að þetta væri að öllum líkindum krabbi og var send sama dag á aðra klinik í ástungu. Fékk síðan að vita viku seinna að þetta er krabbamein. Kom heim eftir rússibanaferð til DK. þurfti að fara í gegnum þetta allt aftur því kerfið á Íslandi tekur ekki við erlendum gögnum! LOL

64 Upvotes

17 comments sorted by

21

u/keisaritunglsins 1d ago

Djöfulsins þrot. Gangi þér alveg ótrúlega vel. Fokk krabbamein!

21

u/MindTop4772 1d ago

Komdu sæl OP.

(Ég er örlítið geðveikur og biðjast afsökunar fyrirfram) En.

Ég tók það að mér, fyrir þína hönd, og í algjöru leyfisleysi, að hafa samband við heilbrigðisráðuneyti Íslands og komst örlítið áleiðis í að ná þeirra athygli á þínu máli.

Ég vona innilega að frásögn þín sé sönn og rétt og að þessu máli verði tekið Há Alvarlega sem það er.

Ég sendi ráðuneytinu, og tveim aðstoðarfólki ráðherra þína frásögn með beiðni um að vinna að stokkunum sumarfrís þannig að ekki allir sérfræðingar fari í sumarfrí á sama tíma. 🙏🏻 Vonandi reddar það komandi kynslóðum frá sömu upplifun og vonandi tekur þú þennan sjúkdóm í bakaríð. 🙏🏻🙏🏻🙏🏻 Baráttukveðjur. 💪🏼💪🏼💪🏼

18

u/AggravatingNet6666 1d ago

Já bara gott mál! Bara algjörlega til skammar! Að allir sérfræðingar fari í frí á sama tíma er náttúrulega sturlun.

13

u/MindTop4772 1d ago

Hjartanlega sammála.

"Erindið" er sent. Núna bíð ég eftir svari.

Mögulega væri líka gott ef þú sendir þeim líka bréf með þinni sögu, ef þú hringir færðu að óllum líkiindum sömu svör og ég, "senda erindi gegnum netpóst og þau munu hafa samband." Mjög lame og skriffinskulegt en jæja.... 🤷🏼‍♂️

Þú gætir líka sent þetta í fjölmiðla með kvittunum ofl og vakið athygli á þessu þannig ef ekkert verður af með það erindi ég sendi fyrir þína hönd. 🙏🏻✌🏻

BestuBaráttuKveðjur 💪🏼⚘️

9

u/Strasiak 1d ago

Fokking svekk og ósanngjarnt að fá svona djöful. Hvað þá á þessum aldri.

Ég óska þér vel heppnaðrar meðferðar og mæli óendanlega mikið með Ljósið endurhæfingu og ísbíltúrum eftir getu.

6

u/al3xisd3xd 1d ago

Var lengi á göngudeild geðsviðs og þetta er nákvæmlega eins þar. Það er bara eins gott að maður sé andlega hraustur út júlí, og svo helst ágúst líka. Lenti í því skemmtilega eitt sumarið að fá frekar óvelkomnar hugsanir og fyrst að geðdeildin var lokuð fór ég á bráðamóttökuna. Beið í margar klst bara til að vera sagt að þau gætu ekkert gert og sendu mig heim.

Vona innilega að allt gangi vel hjá þér, og að þér líði eins vel og hægt sé miðað við aðstæður.

25

u/Saurlifi Fífl 1d ago

Sjallar eru að svelta heilbrigðiskerfið svo að það sé hægt að stinga upp á einkavæðingu. Við verðum komin með bandarískt, 537.999kr sjúkrabílaferð, kerfi á innan við 10 ár.

3

u/Kiwsi 1d ago

Það vill fólkið því miður annars væri ekki xD stærsti flokkurinn

2

u/SN4T14 23h ago

XD er ekki stærsti flokkurinn? Finnst líka pínu tæpt að segja að fólkið vilji þetta þegar þeir voru með undir 20% fylgi í síðustu kosningum.

1

u/11MHz 11h ago

Það var einkavæðing sem hjálpaði í þessu tilfelli…

7

u/MindTop4772 1d ago

....hver er heilbrigðis ráðherra??

3

u/PetalSpent 18h ago

Alma D. Möller samkvæmt þessu ef ég skil rétt

3

u/MindTop4772 13h ago

Takk, jú èg ugglaði það eftir á og sendi henni bréf þess efnis að þetta væri ábótavant. -geðveikina heldur áfram.

2

u/robermad1986- 3h ago

So you could have just skipped a trip and saved some money because the system has its own processes. Gorgeous!

2

u/FluffyMemory 1d ago

Má maður ekki örugglega tuða hérna?

Ja, ég meina, þetta er (eða var?) mím/jarm síða, þar sem fyrsta regla er "Engin leiðindi" önnur er "Engin stjórnmál" og í bónus sjöunda "Sýndu metnað" (gúggluð mynd á útlensku, með allskonar fínum vatnsmerkjum)

En jújú þetta er örugglega fínn staður til að röfla um heilbrigðiskerfið.

Ég er samt alls ekki ósammála málefninu, baráttuóskir og allt það. Finnst bara leiðinlegt að sjá klakann smám saman breytast í r/iceland2

2

u/Snoo72721 1h ago

Það er kominn tími á það að gera eitthvað í þessum málum, móðir mín dó næstum vegna óskoðaðra krabbameins. Að kalla þetta skömm er vægt orð.