r/klakinn • u/AggravatingNet6666 • 3h ago
💩 SAURFÆRSLA 💩 Hvurslags
Má maður ekki örugglega tuða hérna? Hér fáið þið langloku dauðans. Ok fann hnút í brjósti á miðvikud. kvöldi 23. júlí. Fór akút á heilsugæsluna daginn eftir og þar skrifar læknir strax beiðni í brjóstamyndatöku og ómskoðun. Föstud.25. júlí átti ég von á símtali en heyri ekkert þannig ég hringi. Góðan dag átti von á að vera kölluð í nánari skoðun en hef ekkert heyrt? Stúlkan sem svaraði símanum verður voða ræfilsleg og segir ehhh sko ég get gefið þér tíma eftir 3 vikur því það er enginn læknir sem getur framkvæmt þessa skoðun! Ha? Bíddu ertu að djóka!?? Nei því miður þá eru bara sumarfrí og blablabla! Hringdi á alla staði á Íslandi sem sérhæfa sig í brjóstaskoðun og alltaf sama sagan það eru allir í fríi!! Meiri að segja hringdi ég í heilskannann og það var ekkert laust! Sem sagt ekki fá æxli í brjóst á Íslandi yfir sumartímann thank you very much! Endaði að ég gúgglaði einkaklinik í DK og mér var boðinn tími á mánud. 28. júlí kl. 09:00! Fékk að vita eftir ómskoðunina að þetta væri að öllum líkindum krabbi og var send sama dag á aðra klinik í ástungu. Fékk síðan að vita viku seinna að þetta er krabbamein. Kom heim eftir rússibanaferð til DK. þurfti að fara í gegnum þetta allt aftur því kerfið á Íslandi tekur ekki við erlendum gögnum! LOL